Death Proof (Quentin Tarantino-rýni) Seinasta Tarantino-rýnið, og það verður spennumyndin Death Proof. Í aðalhlutverki er Kurt Russel.

Leikstjóri & Handrit : Quentin Tarantino

Tegund : Glæpamynd, hrollvekja

Lengd : 114 mín

Aldurstakmark (ÍSL): 16 fyrir gróftofbeldi, blótsiði og vímuefna notkun.

Leikarar :
Kurt Russell, Rose McGowan, Rosario Dawson, Jordan Ladd, Vanessa Ferlito, Mary Elizabeth Winstead, Tracie Thoms, Zoe Bell.

Söguþráður :
Tveir hópar vinkvenna lenda í kasti við morðóðan áhættuleikara að nafni Stuntman Mike (Kurt Russell), sem notar bíl sinn sem drápstól.

Mitt álit :
Quentin Tarantino er kominn með bílahasar….ég vissi ekki að það væri hægt. Söguþráðurinn hljómar þannig en, þetta er góður söguþráður. Hljómar klassískur, myndin hefur klassískt útlit og meira segja filman sjálf sýnir eins og það eru rispur eða káma á henni. Verð að segja, það er frekar töff! Myndin byrjar hægt og rólega, kynnast persónunum. En kannski fær maður að “kynnast” þeim of lengi. Ég meina, ég þarf ekki að vita hvenær aðalpersónan byrjaði fyrst á túr! Ég er bara að segja það að myndin er löng, of löng. Hún minnir mig spá á Jackie Brown, nema með grípandi söguþráður. Þá má segja að það er enginn aðalpersóna í myndinni. Allavegana, persónur myndarinar eru mannlegar..bara mannlegar. En þannig var þetta oft í gömlu hrollvekjunum. Eins og Halloween, Friday the 13'th, það veru bara stelpur að blaðra. Þessi mynd var líka byggt svona VILJANDI. Á áttunda áratugnum var til gamalt bíó-hús sem heitir “Grindhouse” og þar voru sýndar B-hrollvekjar, með mikið blóð og miklar nekt. Ekki mikil nekt í þessari, en það eru ákveðið stripp atriði. Eins og ég segji, mikið talað en þegar það kemur að “hasar”, það kallast það HASAR.
En þótt að myndin var byggt fyrir því að það er talað mikið og maður veit það, þá er það samt pirrandi. Myndin er samt töff. Persónan sem Kurt Russel leikur er frekar töff og hún bætir myndina. Tarantino sjálfur leikur í myndinni og er party-lion, gaman gaman! Tilraunin hans virkaði samt. Leikarar myndarinar léku ótrúlega vel. Hafði akkúrat útlitið í persónurnar. Eins og : Ein stelpan er ógeðslega mikil tík, kann ekki að meta neitt, er bara plein leiðinleg og þá þarf hún að vera falleg. Þá er gott að fá
Vanessa Fertilo í hlutverkið.
20 mínútur af myndinni er fáranlega flottur, þótt að þú getur gripið tækifærið, hvarsemer í myndinni að farað míga, þá máttu það ALLS EKKI þegar þessar 20 mínútur birtast.
Flott mynd.

Fyrir Quentin Tarantino mynd : 4**** stjörnur af 5.
Fyrir ykkur : 3,5 stjörnur af 5.