Kvikmynd sem var gerð árið 1994. Epísk glæpamynd sem vann óskar, vann 43 verðlaunir og fékk 40 tilnefndingar.

Leikstjóri & Handrit : Quentin Tarantino.

Aðalhlutverk Amanda Plummer, Bruce Willis, Frank Whaley, John Travolta, Samuel L. Jackson, Ving Rhames, Laura Lovelace, Phil LaMarr, Burr Steers, Paul Calderon.

Tegund : Glæpamynd, Drama, spennumynd.

Lengd : 168 mín (uncut)

Aldurstakmark (ÍSL) : 16 ára fyrir ofbeldishneigð, mikil fíkniefna neiðsla og mikil orðbrögð.

söguþráður : Hér fylgjumst við með glæpamönnum af ýmsu tagi í Los Angeles. Á einn hátt eða annan stangast leiðir þeirra á, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Mitt álit : Skrítið hvað hún getur orðið klassísk svona fljótt! Söguþráðurinn er einfaldur en svo þegar kemur að horfa á myndina, þá þarf maður að púsla myndina saman…AGAIIN. En það er bara gaman, tala um myndina við vini þína, pæla í henni. Mjög raunveruleg og spennandi. Það sem gerir myndina raunverulega er hvað hún er vel leikinn, umhverfið og vel ofbeldisatriði myndarinar. Það er ekki að ýkja hlutina, það er ekki farið yfir strikið með brellur. En söguþráðurinn getur farið yfir strikið! Hann Tarantino gerir bara það sem honum langar til að gera og það er gott. Ég mæli bara með þessari. Leigjið hana, kaupið hana og ekki voga ykkur að downloada henni!!!!! Not worth it!

5 STJÖRNUR!!!!!!