Á síðustu vikum hafa verið uppi fréttir um að kvikmyndaverin séu að reyna að sporna við þeirri þróun að fólk sem ekki býr í Bandaríkjunum og Kanada kaupi myndir sem eru gefnar út fyrir það svæði (Region 1). Þess vegna hafa þeir þróað nýja lausn sem kallast “Regional Coding Enhancement” og á að koma í veg fyrir að Region 1 myndir sem innihalda þessa nýju tækni spilist á DVD spilurum sem hafa verið breytt til að spila öll svæði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta beri einhvern árangur. Nú þegar er búið að gefa út a.m.k einn disk með RCE og er það “The Patriot” með Mel Gibson. Ég hef lesið að þessi nýja tækni komi ekki í veg fyrir spilun á öllum spilurum sem ekki eru Region 1 heldur virki frekar þ.a. spilarar sem opna fyrir öll svæði í einu virki ekki en spilarar sem gefa möguleika skipta um svæði handvirkt eftir hentugleika geti spilað slíka diska án vandræða.