Nú er verið að gera kvikmynd eftir bók Helen Fielding, Bridget Jones´s Diary. René Zellweger er búin að fá hlutverk Bridgetar og er hún flutt til Englands og farin í fitun til að ná hlutverki kvenhetju nýs árþúsunds rétt.
En hver er Bridget Jones? Hún er ung kona á “framabraut” fjölmiðlanna og á sína vini sem eru homminn Tom, vægðin Jude sem á ömurlega kærastan og feministinn Shazzer sem finnst allir karlmenn fávitar og er alltaf fyrst á staðinn með chardonnay, milk trays og videoupptökur af colin firth í “Pride and prejudice” þegar Bridget er í uppnámi yfir nonexistent kærasta eða ömurlegheitum núverandi kærasta. Þess má geta að hinn eini og sanni Colin Firth leikur í myndinni sem nú er í bígerð. Helend Fielding hefur gefið út tvær bækur á þessu dagbókarformi Bridgetar og kom seinni bókin út um síðustu jól og ber nafnið The Edge Of Reason en það er miklu skemmtilegra að lesa Bridget Jones´s Diary fyrst.
Eins og áður sagði er þetta dagbókarform og hver dagur byrjar á því að Bridget telur hvað hún er búin að reykja margar sígó (hún er að reyna að hætta), hvað hún er búin að drekka marga áfengiseiningar(einn bjór er til dæmis ein eining) hvað hún er búin að borða margar kalóríur og þar fram eftir götunum.
Hún á risafjölskyldu sem skilur ekki af hverju hún er ekki gift og í jólaboðum spyrja allir hvernig ástarlífið hennar sé en hún hefur megna óbeit á það sem hún kallar “smug marrieds”. Bridget hefur mjög miklar áhyggjur af hvað hún sé feit og á fullt af sjálfshjálparbókum sem hjálpa henni að höndla lífið með migóðum árangri.
Æ, ég get haldið áfram í allan dag að blaðra um Bridget en hún er uppáhaldskvenhetjan mín. Þess vegna vil ég endilega láta sem flesta vita af þessum bókum og endilega stökkvið út í búð um næstu mánaðarmót og kaupið ykkur Bridget Jones´s Diary á þúsundkall en EKKI kaupa hana á íslensku. Það gjörsamlega drepur niður allan breskan húmor, hvernig í veröldinni er hægt að þýða orð eins og “fuckwittate” sem Bridget notar óspart.
Eftir slæma nótt með vinnufélaga: “Men are such emotional fuckwittages.”
Á fylleríi með Shazzer: “There´s nothing as unattractive to a man as a striden feminist.”
Bókin er snilld og ég vona að myndin verði eins mikil snilld en Helen Fielding er með puttana í öllu við gerð hennar sem betur fer. Viðtal við Miss Fielding er á síðunni http://www.penguinputnam.com/bridgetjones/
Tékkið á þessu.