Árið 1979 kom út kvikmyndin Alien og varð um leið sú mynd sem var mest sótt í bíóhús í Hollywood borginni frægu. Hún færði nýjan og ferskan blæ á hryllingsmyndir þar sem þeminn má segja sé tekin úr hinni mjög svo umdeildu bók í dag, sagan um “Tíu Littla Negra Stráka” sem fækkar óðfluga hvor með öðrum þegar á myndinna líður.

Dan O'Bannon og Ronald Shushett voru höfundar hennar, og er í dag þessi mynd borin saman við meistarastykki Alferd Hitchcock, vegna þeirra snilldar Ridley Scotts og höfundana, að sýna áhorfendum ekki allan viðbjóðinn á hvíta tjaldinu, andstætt við stefnu Hollywood í dag samanber Alien vs Predator Requiem, þar sem allur viðbjóðurinn er sýndur, og einmitt þar liggur hundurinn grafinn. Eftir tuttugu og fimm ár til viðbótar mun ALIEN vera enn á vörum og á milli tanna gagnrýnenda um allan heiminn, en hitt floppið ekki!

Örlög Dan O'Bannon gripu inn í, en hann hafði sótt um aðild að kvikmyndaskólum eins og USC, NYU og USLA. NYU hafnaði honum, en USC þáði hæfni O'Bannons, þar hitti hann enga merkari nemanda en John Carpenter sem við allir sannir kvikmyndagúruar þekkja frá myndum eins og The Thing, Escape from New York, The Fog ofl….

Sagan var sem sagt á sinni réttri leið og útkoman var hreint augnakonfekt…

Eina sem framleiðsluverið var ekki sátt við var þetta geimverukjaftæði, þannig að ALIEN var frestað fram yfir þegar STAR WARS kom út, og eftir það ákvað kvikmyndaverið að slá til, að hefja framleiðsluna á ALIEN!

Plakat Alien er eitt það best hannaða frá upphafi og situr fast í mynni allra sannra kvikmynda-gúrúa, sérstaklega slóganið “In Space No One Can Hear You Scream”.

Ridley Scott er breskur leikstjóri og var myndin einmitt tekin öll upp í kvikmyndaverum fyrir utan London. Ridley er einmitt bróðir hins fræga æsimyndleikstjóra/framleiðanda Tony Scott (Top Gun, Bad Boys ofl).

Valið á leikurum fyrir myndina var sérlega vel unnið nema hvað að smá hnökrar voru í upphafi þar sem ung og mjög efnileg leikona, sem Ridley vildi fá í hlutverk Ripley, vildi alls ekki þyggja hlutverkið. Ástæðan var sú að hún vildi frekar leika í meiri klassískari hlutverkum en þar sem þetta var hennar fyrsta Hollywood hlutverk í kvikmynd og eftir að umboðsmaður hennar hafði nánast misst vitið að sannfæra þessa ungu leikonu, Sigorney Weaver, að eftir þessa mynd gæti hún valið um öll þau klassísku hlutverk í Hollywood og víðar, þá ákvað hún að slá til.

En það sem stendur upp úr með Alien myndina varðar er á efa hið alræmda “Brjósthols-Sprengi” atriðið með John Hurt. Það skelfdi svo marga áhorfendur að það nánast þurfti að leggja nokkra þeirra inn á geðdeild, en þetta atriði er eitt þeirra sem er ógleymanlegt Hollywood-kvikmyndaatriði.

Það er einmitt einn af snilldar þáttum þessarar myndar! En sá sem hafði fattað upp á ALIEN var í mjög miklum vandræðum hvernig ALIEN ætti að dröslast upp í geimfarið.

Það sem er svo fyndið að Ronald Shusett hringdi í Dan O'Bannon og sagði við hann að eitt af vinnu skrímslum ALIEN ætti að NAUÐGA einum af geimförunum og planta The ALIEN egginu inn á hann! EFtir það símtal um miðja nótt var ALIEN myndin öll fædd gott fólk!

Leikaravalið sem fyrr segjir var einstakt, sá sem leikur kapteininn A.J. Dallas (Tom Scerritt, Top Gun) er frábær sem hinn rólegi pabbinn í hópnum, Ellen Ripley (sigurney Weaver) sem hin svala og fallega, J.T. Parker blökkumaðurinn sem hinn heithausa vélvirki og félagi hans S.E.Brett Harry Dean Staunton mynda skemmtilegann dúett þar sem þeir eru greinilega undirmenn og væla statt og stöðugt um laun og bónusa. Svo er það John Hurt sem G.W. Kane sem fann eggin og fæddi ALIEN.

En þá komum við að tveim mjög svo mikilvægum persónum, önnur þeirra er kallaður Ash og er leikinn snilldarlega af Ian Holm, en hann á að vera vísindamaður þessarar ferðar sem hefur víst eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu, og hin persónan er hinn algerlega óþólandi og taugaveiklaða J.M. Lambert (Weronica Cartwright)sem engin vill hafa með sér þegar skíturinn lendir á viftunni, því hún er eitt stykki Geðdeild 4-A þrátt fyrir að reyna halda uppi hughraustu hjarta og á endanum bugast hún undan álaginu og verður áhafnarmeðlimi að bana. Ég er ennþá pirraður út í þessa taugaklessu og það eftir 24 ár eða þegar ég sá ALIEN í fyrsta skiptið sem óharnaður 13 ára krakkaskratti

Listsköpun ALIEN er einstæð og á nánast sinn engan líkann. Það er hægt að horfa á hana aftur og aftur en ávalt tekst manni að sjá eitthvað nýtt á skjánum, væntanlegan leynistað skrímslisins eða eitthvað mjög undarlegt. Í upphaflega handritinu átti áhöfnin að finna öll eggin í yfirgefnum píramída, en því var svo seinna breitt í yfirgefið geimskip.

Sá sem hannaði ALIEN skrímslið er svissnenskur listmálari og er Dan O'Bannon sá eitt sinn, eitt af verkum hans, og honum leið nokkuð illa þar á eftir að hafa séð þá afmyndaðar mannskeppnurnar sem hann hafði túlkað á strigann, ákvað Dan O'Bannon að tala nánar við þennan furðulega listamann.

Er Dan O'Bannon hitti einmitt H.R. Giger í fyrsta skiptið rétti Giger O'Bannon álfilmu og spurði O'Bannon hvað þetta væri? H.R. Giger svaraði, þetta er Opíum. O'Bannaon spurði hann af hverju tekur þú þetta inn????

H.R. Giger svaraði svo hreinskilnslega! “Ég er skíthræddur við sjónir mínar sem ég teikna!!!”.. Dan O'Bannon sagði þá við H.R. Giger að þetta er aðeins þinn hugur sem leikur við þig!…

H.R. Giger Svaraði: “Það er akkúrat það sem ég er svo skít hræddur við!!!”…

H.R. Giger er heilinn á bak við hið hrottalega ALIEN skrímsli og er hann var spurður hvernig og hvað hann hugsaði er hann hannaði ALIEN svaraði hann: Ég afbakaði mannskeppnuna, sá grimmustu skeppnu jarðar eins mikið og ég gat.

Einmitt þá og þegar er hinn besti leiksjóri þeirrar myndar fór að hugsa, hvert skal skrímslið vera?, Hann fór að hugsa aftur og aftur, hvert átti skrímslið að vera?

Þá Fór Ridley Scott að horfa á listverk H.R. Giger, og þá fæddistis ALIEN með vissu!!!

Upphafleg hönnun H.R. Gigers af ALIEN

Seinna meir var Giger fengin til að hanna skrímslið SIL í Hollywood myndinni Species.

Vona að ykkur hafi líkað lesturinn,

GLECE