Þetta famelíu drama er nýjasta afrek hans Takashi Miike, sá sama sem gerði Audition hér um árið og sjokkeraði marga.
Hérna myndu flestir segja að maðurinn færi gjörsamlega yfir strikið í viðbjóði og vitleysu þar sem þessi mynd hefur allt það sem er algjört tabú hjá öðrum löndum. Það er boðið upp á, gróft kynlíf, eiturlyf, ofbeldi, líkriðla, kúk, brjósta mjólk í lítra tali, nauðgun, einelti í hundraðasta veldi og börn sem tæla foreldra sína til kynferðismaka. Sem sagt allt til þess að gera úr góða kvikmynd.
Í fyrstu var ég ekki alveg viss um út á hvað myndin gekk, þar sem hún byrjar á senum sem virðast í fyrstu ekki vera tengd. Svo sá ég að hún er um fjölskyldu sem á í smá samskipta veseni en svo kemur inn til þeirra einstaklingur sem hjálpar þeim að ná saman.
Fjölskyldu faðirinn er sjónvarps pródúsent sem fær hugmynd að frekar sérstökum þætti. Dóttirinn er farin að heiman og selur sig. Sonurinn fer í gegnum hrikalegt einelti á hverjum degi og tekur það síðan út á móðurinni með því að berja hana til óbóta, hún dílar svo við það með því að skjóta sig með heróíni og selja sig sem S&M mella.
Þetta er svo allt pakkað inn í 80 mínutu pakka sem skilur mann eftir agndofa og maður á erfit að trúa því sem maður var að horfa á.Þetta er mynd sem seint mun fara á almennan markað hér eða annars staðar sem er synd þar sem þetta er alveg stórkostlegt kvikmyndaverk. En alls ekki fyrir alla.