Árið 2002 Hér er ég kominn með lista yfir þær helstu myndir ársins 2002.

WE WERE SOLDIERS
Leikstjóri:Randall Wallace
Aðalleikarar:Mel Gibson, Greg Kinnear, Sam Elliot
Genre:War/Drama
Væntanleg til Íslandi:29. Mars

Ný stríðsmynd með Mel Gibson sem er víst byggð á sannri sögu og gerist í Víetnam. WWS fjallar um báráttu 400 ( eða eitthvað álíka ) bandarískra hermanna gegn u.þ.b. 2000 víetnömum. Þeir fáu dómar sem komnir eru um hana hafa verið mjög lofsamlegir
þannig að maarr ætti kannski að kíkja á þessa.

PANIC ROOM
Leikstjóri:David Fincher
Aðalleikarar:Jodie Foster, Jared Leto, Forest Whitaker
Genre:Thriller
Væntanleg á Íslandi:5. Apríl

Panic Room fjallar um konu eina og dóttur hennar sem nýlega höfðu fest kaup á risavöxnu húsi. Nokkru síðar brjóstast óprúttnir menn inn á heimili þeirra og fela þær sig inni í sérstöku herbergi. Trailerinn var drungalegur of flottur, og einnig er gæðaleikonan Jodie Foster ( Silence of the Lambs ) í aðalhlutverki. Og ekki sakar það að snillingurinn David Fincher leikstýrir.

THE ROAD TO PERDITION
Leikstjóri:Sam Mendes
Aðalleikarar:Tom Hanks, Tyler Hoechlin, Paul Newman, Jude Law
Genre:Drama
Væntanleg á Íslandi:20. September

Tom Hanks leikur hér svokallaðan hitman fyrir írskt gengi. Þegar fjölskylda hans er myrt leitar hann hefnda. Sam Mendes hefur sínt það í gegnum árin að hann er hörkuleikstjóri og ætti auðveldlega að leikstýra þessari þannig að út komi hörkumynd. Allir dómar sem hafa komið um hana hafa allir verið mjög lofsamlegir þannig að við megum vonandi búast við miklu.

RESIDENT EVIL
Leikstjóri:Paul Anderson
Aðalleikarar:Milla Jovovich, Michelle Rodriguez
Genre:Action/Thriller/Horror/Sci-Fi/
Væntanleg til Íslandi:???

Enn ein kvikmynd sem byggð er á vinsælum tölvuleik/leikjum er farin í vaskinn. Trailerinn var THE CRAP, dómar um hana hafa verið lélegir, leikstjórinn hefur gert Soldier og ég nánast sá í trailernum hvursu illa myndin er leikin. Ughghghhgghgh…Söguþráðinn þarf vonandi ekki að kynna fyrir neinum en fyrir þá sem vita ekki fjallar myndin um herlið ( eða eitthvað álíka ) sem þarf að berjast fyrir lífi sínu gegn the living dead.

BLADE 2:BLOODHUNT
Leikstjóri:Guillermo Del Toro
Aðalleikarar:Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Ron Perlman
Genre:Action/Thriller/Horror
Væntanleg til Íslandi:???

Framhald af frekar svalri mynd um über kúlaða vampýrubanan Blade ( Wesley Snipes ) ætti ekki að vera minni skemmtun en fyrsta. Trailerinn var vægast sagt über kúl, myndin mun vera hryllingsmynd ( eitthvað sem sú fyrsta var ekki ), hasarinn á að slá allt út, dómarnir hafa verið mjög lofsamlegir og síðast en ekki síst á myndin að vera algjört blóðbað. Þetta er eitthvað sem ég verð að sjá.

JASON X
Leikstjóri:James Isaac
Aðalleikarar:Kane Hodder, Lexa Doig, Lisa Ryder
Genre:Action/Horror/Sci-Fi/Thriller
Væntanleg til Íslandi:???

Þessi lýtur ekki vel út. B-mynd með crappí b-myndaleikurum. Þessa mun ég ekki sjá.

THE SCORPION KING
Leikstjóri:Chuck Russel
Aðalleikarar:The Rock, Michael Clarke Duncan, Peter Facinelli
Genre:Adventure
Væntanleg til Íslandi:Mig langar ekki einu sinni til þessa að vita það

Can you say CRAP? Ég fór í hláturskast þegar ég sá trailerinn, þetta var svo frickin lame! Þeir sem hafa séð þessa hafa vægast sagt ekki verið ánægðir. Passið ykkur á þessari.

SPIDER MAN
Leikstjóri:Sam Raimi
Aðalleikarar:Tobey Maguire, Kirsten Dunst, Willem Dafoe
Genre:Action/Sci-Fi/Adventure/Thriller
Væntanleg til Íslandi:3. Maí

Ég er nú ekkert voða spenntur fyrir þessari en þó nóg til þess að sjá hana. Mér finnst búningurinn frekar gay og feik, trailerinn var alltílagi og leikararnir eru flestir ekkert sérstakir ( fyrir utan William Dafoe ). Annars gæti þessi verið ágæt.

STAR WARS EPISODE 2:THE ATTACK OF THE CLONES
Leikstjóri:George Lucas
Aðalleikarar:Ewan McGregor, Natalie Portman, Hayden Christensen
Genre:Sci-Fi/Adventure/Action
Væntanleg til Íslandi:17. Maí

Að mínu mati er þessi mynd mistök frá upphafi. George Lucas hefði aldrei átt að endurverkja Star Wars. Þetta endaði hræðilega með Episode 1, og hvað skeður nú? Mistök, mistök, mistök og aftur mistök.

THE SUM OF ALL FEARS
Leikstjóri:Phil Alden Robinson
Aðalleikarar:Ben Affleck, Morgan Freeman, Jamie Harrold
Genre:Action/Adventure/Drama/Thriller
Væntanleg til Íslandi:???

En og aftur mistök, mistök, mistök og aftur mistök. Ben Affleck sem Jack Ryan…HALLÓ…þetta er Ben Affleck…hann á ekki að fá að leika Jack Ryan. En allavega myndin fjallar um stóran hóp af nazzzistum sem kaupa 29 ára gamla kjarnorkusprengju ( minnir kjarnorkusprengju, gæti verið eitthvað annað ) til þess að koma USA og Rússum í stríð við hvorn annan svo að þeir geti dreift nasistum út um allan heim! Jahá!!! Test sýningin á myndinni gekk víst mjög illa og myndin lagðist illa í fólk. Smá brot úr einum dómi…To be honest, the way this movie just dragged on, I could honestly care less what the plot was. There was one great bomb scene, but I don't wanna mention it, cause if some of you go see this flick when it comes out, it will probably be the only part of this dud that you will remember. The Sum Of All Fears is just a way to milk more money out of the Tom Clancy fans and unlike the last 3 Jack Ryan flims, It seems like in this film….nobody really cares. This is a poor film….I suggest you skip it…

RED DRAGON
Leikstjóri:Brett Ratner
Aðalleikarar:Anthony Hopkins, Edward Norton, Harvey Keitel
Genre:Crime/Horror/Mystery/Thriller
Væntanleg til Íslands:???

Nú er spólað aftur til baka og á myndin að gerast á undan SOTL og Hannibal. Leikhópurinn er mjög áhugaverður, ég held bara að þessi ætti að vera mjög góð. Bíð spenntur eftir þessari.

WINDTALKERS
Leikstjóri:John Woo
Aðalleikarar:Nicolas Cage, Christian Slater, Adam Beach
Genre:Action/Drama/War
Væntanleg til Íslands:23. Ágúst

Hermynd eftir John Woo! Þrátt fyrir frekar vonlausa leikara er ég nokkuð spenntur eftir þessari. Örugglega ágætis mynd.

MINORITY REPORT
Leikstjóri:Steven Spielberg
Aðalleikarar:Tom Cruise, Colin Farrel
Genre:Sci-Fi/Thriller/Action
Væntanleg til Íslands:9. Ágúst

Ég hreinlega get alls ekki beðið eftir þessari. Teaserinn var geðveikur, frábær leikstjóri, ágætis leikarar, handritið hefur verið að fá mjög góða dóma og myndin á að vera mjög dökk og ofbeldisfull. Hún gerist í framtíðinni þegar fólk er handtekið áður en það gerir glæpina. Þessi lofar mjög góðu.

MEN IN BLACK 2
Leikstjóri:Barry Sonnenfeld
Aðalleikarar:Will Smith, Tommy Lee Jones
Genre:Action/Comedy/Fantasy/Sci-Fi
Væntanleg til Íslands:19. Júlí

En eitt tilgangslaust framhald af lélegri en vinsællri gamanmynd. úff ég er ekki spenntur eftir þessari.

GANGS OF NEW YORK
Leikstjóri:Martin Scorsese
Aðalleikarar:Leonardo Dicaprio, Cameron Diaz, Daniel Day Lewis
Genre:Crime/Drama
Væntanleg til Íslands:???

Þessari var seinkað gífurlega út af lengd hennar og myndin virtist ætla út í vaskinn en fólk sá ljósið, og þið vitið afganginn. Ég hreinlega get ekki beðið eftir þessari.

AUSTIN POWERS 3
Leikstjóri:Jay Roach
Aðalleikarar:Mike Myers, Michael York, Beyoncé Knowles
Genre:Comedy
Væntanleg til Íslands: 2. Ágúst

En ein aulagrínmynd um njósnarann og kvenabósann Austin Powers. Ég hef á tilfinningunni að þessi verði léleg.

SIGNS
Leikstjóri:M. Night Shyamalan
Aðalleikarar:Mel Gibson,Joaquin Pheonix
Genre:Drama/Sci-Fi/Thriller/Fantasy
Væntanleg til Íslands:???

Ný spennumynd eftir M. Night Shyamalan sem færði okkur The Sixth Sense og Unbreakable. Þessi gæti verið nokkuð góð, annars veit ég voðalega lítið um hana.

HARRY POTTER & THE CHAMBER OF SECRETS
Leikstjóri:Chris Colombus
Aðalleikarar:Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint
Genre:Fantasy/Adventure/Family
Væntanleg til Íslands:22. Nóvember

Úff nei ekki önnur!! Ég hef engar væntingar til þessar.

BOND 20
Leikstjóri:Lee Tamahory
Aðalleikarar:Pierce Brosnan, Halle Berry
Genre:Action/Adventure
Væntanleg til Íslands:29. Nóvember

Bond myndirnar verða slappari með hverri mynd og ekki held ég að þessi verði neitt góð.


Lord of the Rings:The Two Towers
Leikstjóri:Peter Jackson
Aðalleikarar:Elijah Wood, Sean Astin, Ian McKellen, Viggo Mortensen…
Genre.Adventure/Fantasy
Væntanleg til Íslands:18. Des

Þá er það komið, afsakið stafsetningarvillur ég hef ekki tíma til þess að fara yfir.


Smokey…