Vissulega var ég einn af þeim sem kunnu til að byrja með að meta mynd eins og Matrix. Fannst söguþráðurinn sniðugur og bardagaatriðin flott.
Síðan gerði ég þau reginmistök að kaupa mér hana á DVD og eftir að hafa horft á hana aftur fór ég að gera mér grein fyrir hversu léleg hún er. Hvað eru þeir að meina með að einhver fæðist inni í kerfinu og getur breytt hlutum þar og inni í kerfinu voru vélmennin almáttug og gátu breytt hverju sem þau vildu af hverju gátu þau ekki gert eitthvað við uppreisnarmennin þegar þeir voru að flýja . Afhverju var verið að slást og hvernig í helvítinu gátu uppreisnarmennirnir losað fólk frá vélini og náð í það þegar þau voru sjálf á flótta. Hvað meinar Morfeius þegar hann segir “they are designed for only one thing, seek and destroy” og ef þau eru gerð bara til þess að eyða afhverju eru þau þá svona ótrúlega léleg í því og eru yfir fímm mínútur að skemma eitt lítið skip, og nota til þess einhverja örmjóa laser geisla vitandi það að skipið býr yfir emp höggbylgju sem gerir vélarnar óvirkar, við höfum meiri eyðslumátt núna og samt attu vélarnar að hafa sigrað okkur. Málið er það að The Matrix sem er mynd sem á að stórum hluta að ganga út á söguþráðin en ekki eins og t.d. jackie Chan og Jet li myndir þar sem ekkert annað gerist en fólk er að slást af engri ástæðu, er The Matrix virkilega heimskuleg og annaðhvort er fólkið sem var að vinna að gerð myndarinnar svona heimskt eða þá að þeir reikni með því að meirihlutinn af fólkinu sem horfir á hana skilji ekki hversu heimskuleg hún í raun og veru er.

En the Matrix er léleg mynd og ofmetin ég gef henni **/*****