Bad Taste Leikstjóri: Peter Jackson
Handrit: Peter Jackson
Ár: 1988
Lengd: 91 mín

Aðalhlutverk: Peter Jackson, Mike Minett, Pete O'Herne, Terry Potter, Craig Smith

Splatter
'A type of genre film that focuses on the exploitation of gore and violence.' Microsoft Cinemania

'Bad Taste' er splatter mynd, meira að segja nokkuð góð splatter mynd. Hún var gerð á 4 árum af Peter Jackson og nokkrum vinum hans, þeir unnu um helgar og eftir vinnu. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem Peter Jacson leikstýrði og varð næstum samstundis vinsæl og fékk stöðu sem költ mynd, Peter Jackson eignaðist líka marga aðdáendur.

Hún fjallar um geimverur sem að komu til jarðar því að þær ætla að reyna að markaðssetja mannakjöt sem skyndibita. “Fjórar billjónir skamta” segir ein geimveran. En einhverskonar Nýja Sjálensk útgáfa af MIB komast að geimverunum og ætla að reyna að stöðva þær.

Við fáum að sjá mikið blóð og mikið af innyflum í myndinni. Í hvert skipti sem eitthver styngur, lemur, slær, sparkar eða skýtur einhvern þá kemur mikið blóð og það virðist næstum alltaf lenda akurat á milli augnanna á manneskjunni sem framdi verknaðinn. Í einu atrðinu lendir Derek, sem er hetjan, í því að detta niður fjallshlíð, beint ofan á nokkra máfa, hann deyr ekki en partur af hauskúpunni hans hangir niður, eins og á lömum, hann reynir að loka fyrir en tekur eftir því að hluti af heilanum hans hefur lekið út, hann bjargar því með að taka hlutann, skella honum aftur í og loka fyrir með belti. Í öðru atriði eru geimverurnar allar saman, það má geta þess að geimverurnar eru næstum alltaf í manneskju gervum, meira að segja þegar þær eru einar, það er góður kostur við geimverur í ‘low budget’ mynd. Allavegana þá kemur ein geimveran og gubbar grænu slími í skál, allar hinar geimverurnar fá sér að bragða og einn félagi Dereks þarf að fá sér líka að smakka en honum virðist finnast þetta ágæt. Ég fékk reyndar aldrei að vita hver tilgangurinn var með þessu græna slími.

Myndin er fyndin, hún er ógeðsleg á köflum og oftast skemtileg. Fólk ætti að lýta á hana við tækifæri en bara ef það þolir smá blóð.

**½/****

<a href="http://www.sbs.is/Critic/badtaste.asp?nafn=Bad+Taste">Meira</a