Monsters inc. Leikstjóri: Peter Docter, David Silverman
Aðalhlutverk:Billy Crystal, John Goodman, James Coburn, Jennifer Tilly, Bonnie Hunt, Mary Gibbs, Steve Buscemi
Handritshöfundar:Andrew Stanton
Tegund myndar:Fjölskyldumynd / Teiknimynd / Gamanmynd
Framleiðsluár: 2001
Framleidd af: Pixar Animation Studios, Walt Disney Productions

Þessi mynd fjallar um skímslin í Monstrapolis(veit ekki íslenska nafnið sá hana í bandaríkjunum) og eru vinirnir Sulley og Mike í aðalhlutverkum. Þeir vinna hjá fyrirtækinu Monsters inc. sem sér borgin fyrir orku með því að vinna orkuna úr barnaöskrum. Það virkar þannig að þeir eru með skápahurðir barnana og flytjast yfir í herbergi barnana og hræða þau þar til að þau öskra. Öll skrímslin hafa sín hhæfileika til að koma þeim til að öskra en Sulley er TopScarer með aðstoð mikes. En aftur á móti eru öll skrímslin mjög hrædd við krakkana og halda því fram að þau sé eitruð=) En svo gerist það að það fer óvart ein stelpa yfir í skímslaheiminn og Sulley þorir ekki að segja til hennar því honum fer að þykja vænt um hana.Og nú ætla ég ekki að segja meir um myndina til að skemma ekki fyrir neinum (vona að ég sé ekki þegar búin að gera það) en þetta er mjög skemmtileg mynd og fyrir alla fjölskylduna. Hún er mjög vel gerð og en kanski ekki beint raunveruleg en samt er hún vel teiknuð og maður sér skrímslin fyrir sér:) Einnig er persónusköpunin mikil (að mínu mati)og allavega ég fann mjög mikið til með persónunum. Þessi mynd er mundi ég segja fyrir alla fjölskylduna þótt að það sé kanski hætt við að krakkar fari að ýminda sér skrímsli undir rúmunum sínum=) en ég fór á hana með pabba mínum og systir minni og við skemmtum okkur öll mjög vel.

Ég ætlaði líka að spurja þá sem fóru á myndina á íslandi hvort það hafi verið sýnt eitthvað svona stutt myndbrot af fuglum hérna á íslandi? ég fór nefnilega á þetta þegar ég var í fríi í flórída í nóvember og þá var sýnt svona um fugla sem sátu á rafmagnslínu og svo var annar fugl sem var allt öðruvísi sem kom og settist hjá þeim… þetta var allavega snilld og ég grenjaði af hlátri þegar ég sá þetta=)
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)