Ég hef orðið var við það eins og flestir að margar gæðamyndir fara beint á video eða stoppa stutt í bíó hér á landi, þannig að núna ætla ég að skrifa um tvær myndir sem fengu ekki góða aðsókn þrátt fyrir að vera toppmyndir.

CUBE
Leikstjóri:Vincenzo Natali
Aðalhlutverk:Nicole de Boer, Nicky Guadagni, David Hewlett, Andrew Miller, Julian Richings, Wayne Robson og Maurice De Wint
Lengd:U.Þ.B. 90 mín
Framleiðsluár:1997
Framleiðsluland:Kanada
Tagline:Fear…Paranoia…Suspicion…Desperation
Myndin fjallar um sjö manneskjur sem vakna inní risastórum teningi og veit enginn þeirra hvernig þau enduðu þarna(og ekki við heldur). Inni í þessum teningi eru mörg þúsund herbergi og er hvert herbergi teningur með sex dyrum inní önnur herbergi sem eru líka teningar, en aðeins ein hurð er örugg og ef farið er í gegn um óörugga hurð þá eru hreyfiskynjarar sem setja í gang dauðagildrur.
Þetta er mjög sérstök mynd þar sem aðeins eru sjö leikarar og standa þeir sig mjög vel, hún er soldið mysterious og er brelluð alveg rosalega vel miðað við það hú er low budget, við sjáum til dæmis í byrjunar atriðinu að maður fer inn um vitlausa hurð og er skorinn í svona 70-80 parta af vírneti. Ég hvet alla eindregið að sjá hana, hún sýnir líka aðeins hvernig fólk bregst við erfiðum aðstæðum og þegar reynir á samstöðu.
***1/2 af *****

Hér í fáum við smá Quote úr Cube.

Quentin: For Christ's sake, Worth, what do you live for? Don't you have a wife, or a girlfriend, or something?
Worth: Nope. I've gotta pretty fine collection of pornography.


THE BOONDOCK SAINTS
Leikstjóri:Troy Duffy(Skrifaði einnig handritið)
Aðalhlutverk:Sean Patrick Flanery, Norman Reedus, Willem Dafoe, David Della Rocco, Bill connely og Ron Jeremy
Lengd:110 mín
Framleiðsluár:1999
Framleiðsluland:Bandaríkin/Kanada
Tagline:Thy Kingdom Come. Thy Will Be Done.
Þessi snilldar mynd fjallar um tvo írska bræður(Connor og Murphy) í Boston sem fá sig fullsadda af óþjóðalýðnum þar í borg og ákveða að gera borginni greiða og senda helling af þeim í gröfina, þegar blöðin fara að fjalla um þetta þá gera þau það í jákvæðum skilningi og þá er FBI maðurinn Paul Smecker(Willem Dafoe) sendur að rannsaka þetta.
Þessi mynd er alger gullmoli og þakka ég guði fyrir að hafa rekist á hana, það má líkja henni við Pulp Fiction og er ekkert að gefa þeirri stórmynd eftir. Það er mikill húmor í þessari mynd og standa leikararnir sig allir stórkostlega en engin kemst nálægt snillingnum Willem Dafoe og ég veltist um af hlátri af töktunum í honum og svo má ekki gleyma handritinu sem er alveg frábært og þar má Troy Duffy vera Stoltur.
****1/2 af *****

Og hér er svo quote úr the Boondock Saints

Rétt eftir að Rocco hefur skotið þrjá menn á kafihúsi.

Murphy MacManus: Kind of liberating, isn't it?
Rocco: You know, it is a bit.

Endilega rifið ykkur út á leigu og sjáið þessar snilldar myndir!
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.