Zero Effect Ég sá þessa mynd fyrst árið 1999 og seinna árið 2000 og fannst hún vera alveg frábær. Og því ætla ég að skrifa grein um hana og hún hljóðar svo. Þessi mynd var gerð árið 1998 og var leikstýrt af Jake Kasdan(The Big Chill). Í henni léku Bill Pullman(Independence Day),
Ben Stiller(Meet The Parents), Ryan O´Neil(Irreconcilable Differences), Kim Dickens(Committed), Angela Featherstone(200 Cigarettes), Hugh Ross, Sarah DeVincentis(The Break Up), Matt'Toole,
Michele Mariana, Robert Katims(The Pallbearer), Tyrone Henry, Aleta Barthell, Tapp Watkins, Wendy Westerwelle, Lauren Hassan.

Þessi mynd fjallar um einkaspæjarann Daryl Zero(Bill Pullman)sem vinnur öll mál sín í herberginu sínu og lætur félaga sinn Steve Arlo(Ben Stiller) sendast til og frá fyrir hann. Saman rannsaka þeir flókið fjárkúgunarmál og hvarf mikilvægra lykla fyrir auðkýfinginn Gregory Stark(Ryan O'Neal). En Zero telur þetta mál vera sérstakt því fer hann sjálfur á vetfang og dulbýr sig sem ungan og nýríkan mann og reynir að komast að því hver er að fjárkúga hann með því að elta hann. Með því að elta hann er hann leiddur til konu sem heitir Gloria Sullivan(Kim Dickens) og hún reynist vera dóttir Gregory Stark. Zero fer að gruna að hún sé fjárkúgarinn.

Mér fannst þessi mynd vera mjög góð frábær leikur hjá Ben Stiller
og góður söguþráður. Ég gef henni ***-/****.


,,Steve Arlo: Are you telling me you can speak six languages and fly a jetliner but you don't know how to file a tax return? …It's never come up? …Does this have to happen right now? …No, that's a “W-2.” “WW2” was the Second World War.''

kv
dictato