Stór hluti kvikmynda sem gerðar eru í dag eru lélegar. Reyndar um 99% og lélegu myndirnar eru ráðandi afl í Hollywood og um allan heim. Svo nú bið ég ykkur um að nefna verstu mynd sem þið hafið séð.
Versta mynd sem ég hef séð er tvímælalaust hörmungin sem Dolemite er. Dolemite var gerð árið 1975 og fjallar um Dolemite, negra-pimp og bad ass ghetto pimp jafnvel. Hún var leikstýrð af ómenninu D´Urville Martin en í aðalhlutverki var annað ómenni að nafni Rudy Ray Moore. Nú eins og áður sagði fjallar hún um ghetto-pimpinn Dolemite sem stungið er í steininn fyrir að hafa kókaín í skottinu sínu, en það er allt saman frame-up. Þegar Dolemite er stungið inn tekur annar ghetto-pimp, Willie Green, sig til og tekur yfir vímuefnasölu borgarinnar en þá bíður fangelsinsstjórinn Dolemite frelsi til að fixa þetta allt saman????????
Áður en ég sá þessa mynd hélt ég að það væri ekki hægt að gera svona lélega mynd, hljóðneminn dinglar niður í mynd hálfa myndina, bardagaatriðin eru svo drepfyndin að ég hef ekki séð annað eins, allir taka höndum saman um að leika eins illa og mannskepnan bíður upp á og myndina vantar algjörlega söguþráð eftir svona korter og hefur leikstjórinn augljóslega ákveðið að gera bara eitthvað til að fylla upp í 90 mín.
Mikið var talað um Dolemite í The Great White Hype með Samuel Jackson en þar horfði boxari á hana fyrir bardaga til að koma sér í rétta fílinginn.

Takk fyri