Stephen Chow leikur Sing, fátækan Shaolin munk sem er að reyna að finna aðferð til blanda kung fu inn í daglegt líf hins vinnandi manns. Hann sér tækifæri til þess og fer að æfa fótbolta þegar útbrunnin fótbolta stjarna fær hann til að hjálpa sér að ná sér niður á illum liðs eiganda sem hefur leikið hann grátt.
Sing fær skólabræður sína í lið með sér og svo halda þeir í keppni þar sem keppt er um milljón dollara.
Þetta er hreynlega ein sú besta mynd sem ég hef séð. Ótrúlega hugmyndarík og fyndin. Stephen Chow leikstýrir og fer með aðalhlutverk í þessari grín, kung fu, fótbolta mynd sem lætur mann liggja á gólfinu á hlátri og lætur mann óska að fótbolti væri eins skemmtilegur og hann er í þessar mynd. Skemmtilega brellur hjálpa til að gera þessa mynd að ógleymanlegri upplifun.
Chow er brilliant sem grínleikari og Kung Fu hetja og mætti ég benda á meistarastykki eins og God of Cookery, King of Comedy og King of Beggars. Húmorinn er ótrúlega furðulegur og alls ekki “straight forward” þannig það eru e.t.v margir sem fíla hann ekki.
Þessi kvikmynd er nú að fara í gegnum slátturvélina sem heytir Hollywood og verðu hún gefin út þar í landi undir nafninu Kung Fu Soccer og verðu svona hálftíma styttri.