Ég og vinir mínir ákváðum að leigja mynd í gærkvöldi sem nefnist Audition. Japönsk mynd frá 2001 og á víst að vera eða eins og stóð framan á hulstrinu “The most jaw droppingly unexpected shocher of the year”. Við sáum greinilega að þetta voru sömu framleiðendur sem gerðu Ring.

Myndin er þannig að maður missir konu sína og stendur einn eftir með son sinn. 7 árum seinna er hann sannfærður að tími sé kominn að finna sér aðra konu. Kunningi hans ráðleggur honum að halda audition eða prufu fyrir konurnar sem hann getur valið úr. Þar hittir hann eina sérstaka og gullfallega konu og ákveður að biðja hennar…..

…..en konan er ekki allt sem sýnist.

Ég verð að segja að ég hef aldrei séð mynd eins og þessa. Hálfgerð splattermynd en samt ekki. En ég ætla ekki að ráðleggja neinum að horfa á hana, þessi mynd höfðar ekki til allra. Persóulega finnst mér þessi besta shock mynd sem maður gæti séð.
Auðvitað er bara hægt að leigja hana í Laugarásvideo
Skemmtið ykkur
clara.