Mig langar aðeins að nefna til sögunnar sænsku fjöllistakonuna Victoriu Silvstedt. Ekki það að mér finnist hún afspyrnu góð leikkona eða eitthvað álíka, heldur vegna þess hversu oft hún hefur leikið í kvikmyndum/sjónvarpsþáttum undir nafninu <b>Inga</b> eða <b>Ingrid</b>. Skildi það á einhvern hátt tengjast því að hún er ýturvaxin Svíi með ljóst hár og blá augu?

Hún birtist í einum þætti af Melrose Place árið 1992 undir nafninu “Ingrid” og til gamans má geta að sá þáttur hét einmitt “Asses to Ashes”, ekki get ég ímyndað mér um hvað sá þáttur fjallaði, en látið bara hugann reika. Árið 1998 birtist hún í þætti sem heitir Malibu, CA (eða CA Malibu!!) undir nafninu “Inga”.

Í síðustu þrem bíómyndum sínum hefur hún haldið þessu öðru hvoru nafninu, en þær eru:
Out Cold: Inga
She Said I Love You: Ingrid
Boat Trip: Inga

Ætli að henni finnist ekkert gengið að leiklistarhæfileikum sínum með því að sí og æ leika “heimska” ljósku?

Ég veit ekki af hverju ég er að skrifa grein um þetta, mér fannst þetta bara eitthvað svo merkilegt.

Allar upplýsingar eru teknar af <a href="http://www.imdb.com">imdb</a>.