Rules Of Engagement(spoiler) Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum vikum og fannst nú vera tími til að skrifa grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 2000 og var leikstýrt af William Friedkin(The Exorcist). Í henni léku Tommi Lee Jones(Men In Black), Samuel L. Jackson(Shaft), Ben Kingsley(Sexy Beast), Blair Underwood(Posse), Anne Archer(Art Of War), Conrad Bachman(The Astronaut´s Wife), Amidou, Dye(Mission Imposible), Roma Maffia(Double Jepoardy),
Guy Pearce(Memento), Will Wallace(I Am Sam), Nicky Katt(Boiler Room).

Þessi mynd fjallar um ofursta í hernum að nafni Terry L. Childer sem stjórnar sérsveit hersins(Navy seals) og er sendur til Jemen til að bjarga ræðismanni Bandaríkjanna(Ben Kingsley) . En eitthvað fer úrskeiðis og borgarbæuar grýta í þá steinum og fer að skjóta á þá. Þá skipar ofurstinn þeim að skjóta á mannfjöldann.
Þegar heim er snúið er Childers dreginn fyrir herrétt fyrir að hafa gefið skiðun sem leiddi til dauða 83. Childers hefur samband við gamlan félaga sinn úr Víetnam ofurstans Hayes Hodges(Tommy Lee Jones) sem starfar við lögfræðideild hersins, hann biður hann um að verja sig en Hodges er frekar tregur að ganga að beiðninni
en þó fellst hann á að verja hann. Ástandið versnar þó þegar
æðsta stjórn hersins lætur öll sönnunargögn hverfa og fær hersaksóknarann majór Mark Briggs(Guy Pearce) sem sættir sig aðeins við þá réttlátustu refsingu sem á við glæp sem þessan. Hodges fer til Jemen og rannsakar vettfanginn og finnur þá kasettur með yfir lýsingu um heilagt stríð múslima gegn vesturveldunum. En hann finnur einnig götuspítala með fullt af börnum sem særðust í árásinni og fer hann þá að efast um hvort hann sé að gera það rétta með því að verja Childers.
Þegar hann kemur heim til Bandaríkjanna byrjar sonur hans Hayes Hodges III að efast um hann . En þegar kemur að réttardaginum standa allir með Hodges og hann nær að sanna lygi á þjóðaröryggisráðgjafann Bill Sokal(Bruce Greenwood) nær hann að vinna réttarhöldin til sín og allt fer vel hjá Childers og Hodges nýtur friðsamlegra eftirlauna.

Mér fannst þessi mynd vera mjög góð með snilldarleikurum.Ég gef henni ***/****. Ef ykkur fannst þessi mynd góð þá mæli ég með öðrum myndum leikaranna eins og Space Cowboys, Double Jeopardy, U.S. Marshals, Men in Black, Volcano, Unbreakable, Shaft, Deep Blue Sea, The Negotiator, Long Kiss Goodnight, Die Hard: With a Vengeance, Pulp Fiction, Menace II Society, Goodfellas.

kv.
dictator.