Down To Earth Ég sá þessa mynd í bíó í haust og nú fyrst hún er að koma á leigu
fannst mér góð hugmund að skrifa grein um hana og hún hljóðar svo:

Þessi mynd var upphaflega gerð árið 1978 og leikstýrði Warren Betty sem og lék aðallhlutverkið.En þessi var gerð árið 2001 og var leikstýrt af þeim Cris Weitz(Antz) og Poul Weitz(Amercan Pie). Í henni léku Chris Rock(Bad Company), Regina King(Friday), Mark Addy(A Knight´s Tale), Frankie Faison(Silence Of The Lambs), Eugene Levy(American Pie 2), Greg Germann(Joe Somebody), Jennifer Coolidge(American Pie).

Þessi mynd fjallar um skemmtikraftinn Lance Barton(Chris Rock) sem gengur illa er frekar óvinsæll skemmtibransanum. Og eftir erffiðan dag keyrir vörubíll á hann og engill dauðans nær í hann og fer með hann til himnaríkis.En við gullna hliðið kemur í ljós að hans tími er ekki kominn. Þannig að honum er komið í líkama nýmyrts miljónamærings.En erfitt er fyrir hann að fá vini sína til að trúa sér. En með líkama hans og auðæfum nær hann að komast á toppinn í skemmtibransanum. En þegar honum gengur allt í haginn reynir konan hans(Jennifer Coolidge) og ritarinn hans(Greg Germann) að drepa hann í grillveislu otg þá fær hann líkama keppinautar síns Joe Guy
(Arnold Pinnold) sem deyr þegar hann er að keyra leigubíl. Hann hefur verið tilnefndur eins og Lance til að skemmta á lokahátið grínklúbbsins. Og þegar kemur að stóra kvöldinu skemmtir hann af bestu getu og vinnur keppnina. En eftir keppnina missir hann minnið og þegar umboðsmaðurinn hans Witney Daniels(Frankie Faison) óskar honum til hamingju man hann ekkert eftir neinu. Og eftir það
hittir hann konunna sem hann er ástfanginn af. Og þau tvö ná saman eftir tvö framhaldslíf.


Þessi mynd var alveg frábær einn besti leikur Chris Rocks síðan Dogma. Ef ykkur fannst þessi mynd skemmtileg mæli ég þá með
öðrum myndum Chris Rocks eins og Dogma, You'll Never Wiez in This Town Again, Bad Company, Jay and Silent Bob Strike Back,
Lethal Weapon 4, Doctor Dolittle, Beverly Hills Ninja og Nurse Betty.