There´s Something About Mary(spoiler) Þessi mynd var í sjónvarpinu í gær(laugardag) og fannst vera nauðsynlegt að skrifa grein um hana.Í fyrstu hélt ég að þessi mynd yrði væmin ástarmynd en mér skjátlaðist hraparlega þetta er bráðfyndinn gamanmynd sem fer úr kröfum allra.
Hún var gerð árið 1998 og var leikstýrt af Bobby Farelli og Peter Farelli(Osmosis Jones).
Í henni léku Cameron Diaz(Being John Malkovich), W. Earl Brown(Vanilla Sky), Ben Stiller(Meet The Parents), Matt Dillon(One Night At McCool´s), Helena Christensen, Lee Evans(The Fifth Element), Chris Elliot(Groundhog Day), Lin Shaye(Me Myself And Irene), Jeffrey Tambor(The Grinch).


Þessi mynd fjallar um Mary Jensen Matthews(Cameron Diaz)sem enginn karlmaður getur staðist og mennina sem eru að reyna vinna hug hennar. Þetta byrjar allt þegar strákur að nafni Ted Stroehman(Ben Stiller) kemur að ná í hana á lokaballið í miðskóla hann fær að fara á klósettið á meðan Mary skiptir um föt. Á meðan hann er að pissa er hann að fylgjast
með nokkrum dúfum en þegar þær fljúga í burtu sést inn í svefnherbergið hennar Mary, og hún sér hann og öskrar en þá rennir hann upp rennilásnum á typpið á sér, og sést ekki meira frá honum þar til hann er kominn að sjúkrabílnum og þá missa sjúkraliðarnir
hann og hann slasast þá enn meira. Svo líða nokkur ár og er Ted orðinn rithöfundur og hann er ennþá ástfanginn af Mary og hann ræður einkaspæjarann Pat Healy(Matt Dillon) til að finna hana .

En það bregst honum þegar Healy verður líka ástfanginn af Mary
og njósnar um hana til að geta komist að því hvað henni líkar og hvað ekki. En honum gengur ekkert því að þá kemur vinur hennar Mary Tucker(Lee Evans) upp um hann en hann reynist vera loddari.
En Ted kemst að þessu og keyrir til Flórída en tekur upp í puttaferðalang sem reynist vera brjálaður morðingi. Puttaferðaælangurinn byrjar að röfla um að gera líkamsræktarmyndband en þá byrjar Ted að segja að það sé fáranleg hugmynd. En þá skreppur Ted út að pissa og lendir í helling af hommum og verður handtekinn fyrir ósiðlegt athæfi. En hann segist ekkert vita um þetta málefni sem hann gerir náttúrulega ekki og þá
kemst hann að því að puttaferðalangurinn var morðingi og ætlaði að
drepa hann þegar hann fór út að pissa.
En að loks kemst Ted á heilu og höldnu til Flórída og hittir Mary.
Og þau byrja saman eftir vændræðalegt stefnumót. En þá kemur Dom Woganowski gamall kærasti Mary úr háskóla og vinur hans Ted´s sem er með hana á heilanum. Hann sendir Mary nafnlaust bréf og segir í því að Ted hafi ráðið Pat Healy og þá hættir Mary með Ted og kemur
að Dom inni í íbúðinni sinni að reyna að stela skóm.En þá koma Pat og Tucker sem voru að njósna um hana og reyna að bjarga henni.
En þá kemur Ted með eldgamlan kærasta hennar og Mary og hún fellur fyrir honum. En þá kemst hún að því að hún elskar Ted og þau enda
saman.

Mér fannst þetta vera frábær mynd sem allir ættu að sjá.
Ég gef henni ***/****.