The Shipping News The Shipping News (2001)

Leikstjóri: Lasse Hallström
Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Judi Dench, Julianne Moore, Cate Blanchett, Pete Postlethwaite, Rhys Ifans, Scott Glenn
Lengd: 111 mín
Genre: Drama/ Family

Mynd þessi fjallar um Quoyle, sem leikinn er af Kevin Spacey, sem að allir ættu að kannast við úr myndum eins og American Beauty og Usual Suspects, og er henni leikstýrt af Lasse Hallström sem leikstýrði myndum á borð við Chocolat, The Cider House Rules og What´s eating Gilbert Grape. Þekktastur er hann líklega fyrir að hafa leikstýrt Abba myndböndunum á sínum tíma. Margir góðir leikarar eru í þessari mynd. Cate Blanchett leikur einnig í þessari mynd og stendur sig nokkuð vel sem hin illa innrætta Petal og einnig stendur Julianne Moore sig vel sem syrgjandi ekkjan Wavey. Tel ég þó að þeir leikarar sem ég nefndi hér að ofan þurfi fæstir einhverja kynningu.

Eins og áður segjir fjallar þessi mynd um Quoyle, mann sem hefur lárið ganga yfir sig allt sitt líf, og virðist ekki sjá neina leið til að komast úr þeim vítahring. Því er gefið skil í byrjun myndarinnar( og tel ég það þess vegna ekki sem spoiler) að óöryggi hans stafi að vissu leyti frá því að þegar hann var ungur þá reyndi faðir hans að kenna honum að synda, meða því að ýta honum fram af bryggju. Eftir það er Quoyle hræddur við vatn, sem kemur betur inn í söguna seinna í myndinni. Sem sagt er Quoyle notaður af mörgum, og flyst reyndar mikið þannig að hann nær sér aldrei í almennilega vinnu og kemst aldrei hátt upp metorðaskigan, ef svo má segja.

Svo kemur það til að fjölskyldumeðlimur Quoyles deyr, sem veldur því að frænka hans, Agnes (Dench) kemur til að sækja ösku ættingjans, og minnist á að hún ætli til Ný-Fundalands, en þaðan eru þau ættuð. Eftir nokkra umhugsun, ogfleira sem ég vil helst ekki segja frá, ákveður Quoyle að fara með henni. Hann fær strax vinnu hjá dagblaðinu á staðnum, við að skrifa fréttir af skipum sem koma og fara. Þar sem Quoyle veit vðalega lítið um blaðamennsku þá fer það frekar brösulega af stað, en áður en yfirlíkur á hann eftir að valda miklum straumskiptum hjá því dagblaði. En áður en yfir líkur á allt eftir að fara vel, eða nokkurn veginn.

Þessi mynd er mjög falleg , enda tekin á Ný-Fundnalandi, sem að allir sem hafa séð Lotr eru sammála um að sé stórbrotið land. Hún á sína fyndnu kafla og sína sorglegu kafla og það gerir hana að fínni mynd. Allir leikarar standa sig vel, og þá er sérstaklega hægt að minnast á Pete Postlethwaite, sem leikur hinn leiðinlega Tert mjög vel.

***1/2/****