Um helgina horfði ég á mynd sem ber nafnið The assassination og Jesse James-by the coward Robert Ford.
Mig langaði ekkert sértstaklega að horfa á hana samt, út af því að þeir vinir mínir sem höfðu séð hana sögðu að hún væri með eindæmum hræðileg. Þeir sögðu að ekkert gerðist í myndinni og hún væri langdregin og leiðinleg.
Þess vegna langaði mig ekkert sérstaklega að horfa á hana. En þar sem ég var búinn að horfa á allar myndirnar í flakkaranum mínum nema þessa og “Space balls”, ákvað ég nú að láta mig hafa það. (Ég á eitthvað í kringum að verða hundrað myndir í flakkaranum núna).

Ég verð reyndar að viðurkenna að hún byrjaði ekkert æðislega og lítið gerðist en þegar leið á myndina varð hún alltaf betri og betri.
Myndin sem fjallar um goðsögnina og manninn Jesse James, sem var ræningi og morðingi, varð mér til mikillar ánægju ein besta mynd sem ég hef séð. Hún er leikin af þeim Brad Pitt, Casey Affleck og Sam Rockwell í aðalhlutverkum en einnig eru leikarar eins og Sam Shepard, Jeremy Renner, Garret Dillahunt og Paul Schneider.
Myndin er alveg einstaklega vel leikin og útfærð. Brad Pitt og Casey Affleck ná líka að túlka Jesse James og Robert Ford á ótrúlega góðan hátt.
Eitt sem ég tók líka sérstaklega vel eftir var tónlistin í myndinni eftir Nick Cave og Warren Ellis. Hún gerir myndina á allan hátt miklu raunverulegri og þyngri.

En eftir að hafa horft á hana hef ég sannfærst um að þetta sé ein af mínum uppáhalds myndum og ég mundi gefa henni henni 9/10 því ekkert er fullkomið.
“You can go with the flow”