Vanilla Sky Vanilla Sky er endurgerð af myndinni Abre Los Ojos. Endurgerðin er leikstýrð Cameron Crowe og í aðalhlutverkum eru Tom Cruise, Penélope Cruz, Kurt Russel, Cameron Diaz og Jason lee aðalhlutverk. Myndin er sýnd í Háskólabíó, Laugaraásbíó og Sambíóunum.

David Aames (Tom Cruise) á allt sem hugurinn getur dreymt um en eitthvað vanntar í líf. Einn góðan veðurdag kynnist hann Sofia Serrano (Penélope Cruz) og hann verður yfir sig ástfanginn. David reynir að vinna hug Sofiu en þegar hann lendir skindilega í bílslysi breytist líf hans. Andlitið hans skaddast verulega og hugurinn hans brottnar niður. Með tímanum reynir David að byggja upp andlitið sitt og sjálfstraust og heldur hann áfram að reyna vinna hug Sofiu en skindilega byrja furðulegir hlutir að gerast sem að David hefði aldrei getað grunað.

Myndin byrjar hægt en við fáum að sjá ýmis skot fram í tíman þar sem verið er að yfirheira Tom Cruse fyrir morð (enginn spoiler kemur strax fyrir í myndinni) sem að gefur myndinni aðeins meira líf. En eins og ég var að enda við að nefna er myndin svolítið hæg sem gerir það að verkum að manni fer að leiðast myndin dálítið fljótt en þegar ýmsar flækjur og frekar magnað plott færist inn í myndina umturnast hún gjörsamlega úr langdregni ástarþvælu yfir í hraða spennumynd. Þannig að ef þið eruð að pæla í að fara út af henni í hléi think again. Handrit myndarinnar er nokkuð skothellt þó að maður geti fundið nokkur göt en það er erfitt að taka eftir þeim nema maður fylgist mjög vel með.
Nú handritið er eftir Alejandro Amenábar og Mateo Gil og hét þá sagan Abre Los Ojos og þá mynd ef ég ekki séð þannig að ég get ekki sagt um munin á upprunalegu myndinni og endurgerðinni. Leikurinn er frekar pottþéttur, Tom Cruse alltaf með sitt stóra bros og hin kynþokkafulla Penélope Cruz sýnir augnablik á sér brjóstin í myndinni sem að gerir bíóferðina eina þess virði. Cameron Diaz túlkar sína persónu á sérstaklega framúrskarandi hátt og kom hún mér þó nokkuð á óvart. Jason Lee og Kurt Russel eru síðan báðir í minni hlutverkum og standa sig báðir vel.
Myndatakan í myndinni er gullfalleg og ég vil ekki vera segja mikið meira því myndatakan tengist plottinu á einn hátt (hvað gæti það nú verið?).
Tónlistin í myndinni finnst mér vera sérstaklega góð, þá eru Radiohead, REM og Sigurrós þar helst að nefna skemmtilegt að Cameron Crow hafi valið tvö lög eftir Sigurros: Ágætis Byrjun og Starálfar.

Ég er í dálittlum vandræðum varðandi stjörnugjöf á Vanilla Sky, ég þyrfti helst að sjá hana aftur til þess að fá endanlega niðurstöðu. Hugmyndin er ný en þar á móti er hún endurgerð af annari mynd sem að tekur plúsin af fyrir að vera frumleg. Hún er með stórum leikurum sem að skila sínum hlut vel og hún er með svakalega góða tónlist sem að töfra mann í gegnum myndina en hún er heldur langdregin þannig að það er spurning um ** ½ eða *** stjörnu en ég held ég haldi mig við ** ½ í bili.

Vanilla Sky: ** ½