The Thin Red Line(spoiler) Mynd þessi var gerð árið 1998 og var leikstýrt af Terrence Malick
og með aðalhlutverk fara Sean Bean(The Game),James Caviezel(Frequency), John Travolta(Swordfish),Woody Harrelson(The People vs Larry Flint),Nick Nolte
(48 Hours).

Þessi mynd fjallar um hermenn sem eru sendir á eyju í Karíbahafi til
þess að hertaka eyjuna af Japönum. En þeir verða fyrir miklu mannfalli og það veldur því að þeir verða tregir að hlýða skipunum foringjans er þeir reyna að yfirtaka hæð. Þeir senda sveit eftir sveit til þess að finna vélbyssuhreiðrin og eftir margar tilraunir ná þeir loks að sprengja vélbyssuhreiðrin og drepa helling af Japönum. Þessi mynd gengur út á það að fylgjast með því hvernig hermenn hugsa á vígvellinum.Það er fylgst sérstaklega með stráki að nafni Wit(James Caviezel)sem deyr í endann og þá sýnir loksins
liðþjálfi(Sean Bean) hans einhverjar tilinningar.

Mér fannst þessi mynd ekkert sérstök mætti ég þá frekar mæla með
Saving Private Ryan og þáttunum Band of Brothers. Ég gef þessari mynd **/****.