Fór á hana um helgina og það var ein versta tímasóun sem ég hef lent í. Þessi mynd er með næstum því nákvæmlega eins og söguþráð og “End of days” með Arnold Schwassenagger (eða eitthvað) þ.e.a.s hún fjallaði um persónu (winona Ryder, góð leikkona en ég er ekki sáttur við hlutverkin sem hún velur sér) sem kemst að því að einn ákveðin maður (Ben Chaplin) hefur verið valin til þess að vera líkami djöfullsins. Hún talar við hann og kemst að því að þetta er bara fínn gaur en hann trúir henni ekki, en síðan eftir nokkra skrýtna atburði þá fer honum að eitthvað gruggugt er á seyði og þau tvö fara að rannsaka þetta mál. Inn í þessa fléttu blandast nokkrar persónu þar á meðal brjálaður morðingi sem er andsetinn. En þessi mynd er bara ekki nógu góð, hún er langdreginn og stekkur stundum óþarflega mikið á milli atriða (maður hefur á tillfinningunni að ákveðin atriði hafa verið stytt út af einhverri ástæðu, kannski tímalengd eða eitthvað) og endirinn er hrein hörmung, ekkert spennandi og fullur vonbrigða. Það hefði mátt taka handritið í gegn. Mæli eindregið með því að forðast þessa mynd!