Ég skrapp í bíó á gær og sá myndina U-571 og hér kemur mín
skoðun á þeirri mynd. VARÚÐ Ég tek enga ábyrgð
á því ef ég eyðilegg fyrir þér myndina LESIÐ Á EIGIN ÁBYRGÐ.

Myndin fjallar eins og flestir hefðu haldið um áhöfn bandarísk kafbáts
sem er sendur í sérstaka leynilega ferð í þeim til gangi að
ná dulkóða þjóðverja.
Ég nenni ekki að segja meira um þessa mynd enda ef þið hafið séð
trailerinn þá hafið þið MJÖG góða hugmynd um hvað myndin er.

Við skulum byrja á að gefa myndinni stjörnur: hún fær tvær og hálfa stjörnu
af fjórum mögulegum. Á hverju byggi ég þá skoðun ?
Það slæma: Þetta er Hollywood mynd og hollywood myndir er ekki þekktar
fyrir að vera mjög nákvæmar í mannkynnsögulegu sjónarmiði. Þetta er eins
og með Titanic, gerðist ekki í raunveruleikanum en gerðist samt, skiljið?!!
Myndin gerist árið 1942 og samkvæmt mínum heimildum þá voru þjóðverjar
ekki með tundurspilla á þeim tíma(eða hvað þá seinna). Þjóðverjar eru líka
gerðir að algjörum monsterum án allra tilfinninga. Ýmsir svona smáhlutir
sem gerðu myndina verri en hún þurfti að vera.

Það góða: Hún var aldrei langdregin og alltaf spennandi, nei ég tek þetta
til baka hún var ekki alltaf spennandi og en alveg svona “upplyftandi”. Flestar
tæknibrellur voru flottar en samt mikið hægt að bæta í þeim. Sprenginarnar
voru hreynt og beint frábæra þar sem Kringlubío naut sýn í botn. Þó
svo að bassinn hafi verið notaður fáránlega mikið þegar kafbáturinn var að
veltast til í öldunum.

Ágætis afþreying en ekkert meira. Kemmst ekki með tærnar þar sem Das Boot
hefur hælana, en reynir og reynir.

Ræðið :)
Spirou Svalsson