Sexy Beast SEXY BEAST
Framleiðsluár:2000
Leikstjóri:Jonathan Glazer
Aðalleikarar:Ray Winstone, Ben Kingsley, Ian McShane, Amanda Redman
Lengd:ca. 90 min
Genre:Crime, Drama, Comedy

Ég bjóst nú ekki við mjög miklu þegar ég sá þessa í local vídjósjoppunni minni, en ég ákvað þó að taka hana út af góðum dómum. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Þetta er frábær bresk glæpamynd af bestu gerð, full af kvikindisskap, dökkum húmor, spennu og ótrúlegum leik. Breskar glæpamyndir standa sig alltaf í stykkinu!

——————–SPOILER WARNING———————

Í stuttu máli fjallar myndin um náunga að nafni Gal ( Ray Winston ), sem er fyrrverandi þjófur og dvelur nú á Spáni í lúxusíbúð, og er hættur allri sóðavinnu. En það breytist allt þegar hálf geðveikur gæpamaður að nafni Don Logan ( Ben Kingsley ) kemur heim til hans, og bíður honum eitt en starf. Kona Gal´s fer á flipp út af þessu og Gal stendur við sitt og segir honum að hann sé sestur í helgan stein. Þessu tekur Logan illa og hótar Gal öllu illu. En hann Gal stendur sem fastast á sínu og mun ekki breyta til. Hinn geðilli Don Logan snýr aftur heim en er rekinn úr flugvél sinni þegar hann neitar að slökkva í sígarettu sem hann hafði kveikt í. Í geðveikis kasti tekur hann leigubíl til baka að íbúð Gal´s, og ætlar að drepa hann. Það tekst þó illa, og er Logan sjálfur myrtur grimmdarlega. En út af dauða Logan´s heldur Gal til London og tekur þátt í ráninu. Hann segir að Gal hafi hringt í sig frá Bretlandi, og sagt að allt væri í lagi. En þessu trúir maðurinn á bakvið ránið ekki alveg. Annað segi ég ekki.

Í fyrsta lagi er leikurinn í hæsta gæðaflokki, og stendur hann Ben Kingsley sig ótrúlega. Hann leikur hinn snarbilaða Don Logan meistaralega, og á skilið óskar fyrir þessa frábæru takta sem hann sýndi, hann leikur klárlega eina af eftirminnilegustu persónum sem ég hef séð. Svo var Ray Winston frábær sem Gal, og einnig voru Amanda Redman, Cavan Kendall og Ian McShane mjög góð. Kvikmyndatakan var mjög sérstök og skemmtileg, og leikstjórnin fín, og handritið frábært. Og hér vil ég taka það skýrt fram að þetta er ekki nein eftirherma af tveimur öðrum breskum krimma myndum, Lock Stock…og Snatch, og reynir það heldur ekki. Neibbs, þetta er fersk og raunveruleg mynd, engin Hollywood formúluklisja um þjóf að gera sitt síðasta verk, það mundi ég ekki sætta mig við. Húmorinn í myndinni var einnig mjög góður, svona frekar dökkur. Ég vil þó kvarta yfir lengd hennar, hún er aðeins 90 mínutur, það er sem sagt mjög stutt.

Frábær breskur hágæða krimmmi!

***1/2 /****