Þessi mynd var sýnd á bíórásinni í gær og ég finn nákvæmlega engar upplýsingar um hana á netinu. Ekki er hún heldur í Leonard Maltin´s movie and video guide þá að þar sé mynd með sama nafni frá árinu 1964.

Myndin fjallar um 2 bræður sem eru eins ólíkir og hægt er að vera. Annar þeirra Moses væri hægt að líkja við tröll en hinn (Trevor mynnir mig að hann hét) er snillingur í að baka vandræði. Dag einn komast þeir að því að maður að nafni, Stone ætli að ræna banka með klíkunni sinni. Það er Trevor sem nær að hlera samtalið þeirra en hann segir Moses að þeir ætli að telja upp á 300 í bankanum og svo hefjast handa. Moses og Trevor ákveða þá að stöðva þá inni í bankanum til að fá verðlaun. Dæmið snýst hindvegar við þegar Stone og menn hans telja ekkert upp á 300 inni í bankanum og þeir eru því talnir í gengi þeirra og verða stungnir inn. Systir þeirra borgar þó annan þeirra út því hún á ekki fyrir þeim báðum. Þegar Trevor er sloppinn fráttir hann að það eigi að hengja Moses daginn eftir og ætlar að skjóta á reipið. Að öðru leyti fjalar myndin um “stríð” á milli bræðranna og klíku Stone.

Það koma mörg mjög asnaleg atriði fyrir í myndinni t.d þegar gaurarnir gera árás á jólunum og allir missa byssurnar meðan væmin tónlist er spiluð á bak við. Þeir koma því inn byssulausir en bræðurnir og fleiri úr fjölskyldu þeirra t.d amman berja gaurana bara í klessu í þokkalega óraunverulegu atriði.

Mér þessi mynd ekki vera alslæm en var samt allt of léleg…..

4,5/10