The Terminator 1 & 2 Hér ætla ég að fjalla um tvær úber kúl myndir, The Terminator og The Terminator 2:Judgement Day.

THE TERMINATOR
Framleiðsluár:1984
Leikstjóri:James Cameron
Aðalleikarar:Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Michael Biehn
Lengd:ca. 108 min
Genre:Action, Sci-Fi, Horror, Thriller

Það má með sönnu segja að þessi hafi komið James Cameron á stjörnuhimininn í Hollywood, enda engin furða. Þetta er algjör klassík! Ein af betri spennumyndum sem nokkurn tíman hafa komið út. Myndin fjallar um konu að nafni Sarah Connor, þessi kona hefur enga hugmynd um hvað sé að gerast þegar maður myrðir vinkonu hennar, og reynir svo að myrða hana sjálfa. Þetta er ekki allt! Annar undarlegur maður bjargar henni frá frá dauðsfalli, og segir henni jafnframt að hann sé frá framtíðinni og sé hér til að vernda hana frá bannvænnri vél ( Tortímandinn ), sem var einnig send frá framtíðinni, en þó aðeins til að myrða Söru Connor. Ástæða? Jú þessi kona mun innan fárra ára eignast son sem mun leiða her manna í framtíðinni gegn vélmennum. Brátt mun Sara Connor ganga í gegnum meiri hasar en henni hefði nokkurn tíman dreymt um!
Þetta er stórkostlegur tryllir, og djöfulli er Schwarzenegger svalur. Aðrir leikarar standa sig einnig vel, þó nokkrir hafi verið frekar lame. Hasarinn í myndinni er straight up bangin! Ég mun seint gleyma atriðinu á lögreglustöðinni, og í byssubúðinni. En ef það er einhver setning sem ég mun aldrei gleyma þá hlýtur það að vera þessi “I´ll be back”. Sem sagt er þetta stórkostleg mynd sem hefur allt það að geyma sem góð mynd þarf!

Algjör klassi!

****/****

“That Terminator is out there. It can't be bargained with. It can't be reasoned with. It doesn't feel pity, or remorse, or fear. And it absolutely will not stop, ever, until you are dead.”

THE TERMINATOR 2:THE JUDGEMENT DAY
Framleiðsluár:1991
Leikstjóri:James Cameron
Aðalleikarar:Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Edward Furlong
Lengd:ca. 139 min.
Genre:Sci-Fi, Action, Thriller

Þetta er alvöru hasarmyndaræma! Þetta er einhver besta hasarmynd allra tíma, og ein af betri myndum sem til eru. Og þar að auki eitt besta framhald allra tíma ( með Godfather pt.2 ). Arnold Schwarzenegger snýr aftur sem einn kúlaðasti karakter allra tíma í einni svölustu hasarmynd allra tíma. Já drengir og stúlkur þetta er alvöru mynd! Nú er Sara Connor búin að eignast drenginn sem átti aldrei að verða til, en dvelur nú á geðveikrarhúsi út af kenningum hennar um framtíðina. En og aftur er T-800 ( Schwarzenegger ) sendur aftur í fortíðina en í þetta skipti er takmarkið ekki að drepa Söru Connor, nei nú á hann að vernda son hennar sem hann átti að drepa í fyrstu. Því að nýtt módel, T-1000 var sent aftur til baka í fortíðina, til að klára upprunalega verk Schwarzeneggers. Þessa er hægt að horfa á aftur og aftur, endalaus hraði, skemmtun, hasar, góð persónusköpun, ótrúlegar tæknibrellur, og ja bara fyrsta flokks leikstjórn. En ef það er hægt að setja eitthvað út á þessa þá er það líklega það að myndin er ekki jafn myrk og hin, og andrúmsloftið ekki það sama ( þó það verði geðveikt á köflum ). Tæknibrellurnar eru hreint ótrúlegar og það er hreinlega ekki hægt að trúa því að þetta hafi verið hægt á þessum tíma.Klárlega ein svalasta mynd allra tíma!!!

****/****

Hasta la vista, baby!

John Connor: Jesus, you were gonna kill that guy.
The Terminator: Of course, I'm a terminator.


Smokey…