Men In Black Myndin var gefin út árið 1997 og var leikstjóri þessarar myndar
Barry Sonnenfeld.Tommy Lee Jones(The Fugitive), Will Smith(Enemy Of The State)og Linda Fiorantino fara með aðalhlutverkin í þessari mynd.
Þessi mynd fjallar um mann að nafni Kay sem vinnur hjá leynilegri stofnun sem sér um að fylgjast með geimverum á jörðinni. Hann fær til liðs við sig N.Y.P.D löggu að nafni James og þjálfar
hann og þurrkar út öll ummerki að hann hafi verið til og breytir nafni hans í Jay.


Saman reyna þeir að koma höndum yfir lítinn hnött sem inniheldur formúlu yfir ,,eitthvað mjög mikilvægt´´. En þá kemur risastór kakkalakki til jarðarinnar og yfirtekur líkama einhvers bónadurgs(Vincent D´Onofrio) og reynir líka að ná hnettinum.En eins og í ölum öðrum spennumyndum kemur lokauppgjör milli góða karlsins
og vondakarlsins eins og vanalega (í svona myndum) deyr vondi karlinn alltaf og þeir ná hnettinum og bjarga heiminum frá tortímingu.


þessi mynd var mjög góð og hlakka ég mjög til að sjá framhaldið.
Ég gef þessari mynd ***/****.Og vona að þið sem hafið ekki séð greinina og komið því í verk að sjá myndina.