Blade 2:Bloodhunt Eins og flestir vita er Blade 2 framhald af vampýrumynd sem heitir einfaldlega Blade. Sú mynd var myrk, blóðug, spennandi, og gjörsamlega stútfull af hasar, en þó var myndin ekkert alltof gáfuleg. Nú er framhaldið nánast tilbúið og er maður að nafni Guillermo del Toro sem leikstýrir, en hann á að baki myndirnar The Devil´s Backbone ( 2001 ), Mimic ( 1997 ) og Cronos ( 1993 ), og á jafnframt að leikstýra Hellboy sem á víst að fara í sýningar árið 2003. Eins og í fyrstu myndinni fer Wesley Snipes með hlutverk úber kúlaða vampýrubanans Blade. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þessa vegu…sjaldgæfar stökkbreyttar vampýrur sem kallaðar eru Reapers hafa víst fæðst inn í heiminn. Þessar úber kúluðu ( þið verðið að sjá myndir af þeim ) ríperar fæðast jafnframt á mannfólki og öðrum vampýrum, og það ólukkulega fólk sem verður fyrir vegi þeirra og lifir af, breytist einfaldlega í annan af þeim ( Reapers ), og brátt verður ekki nóg af mannfólki til í heiminum til að svala þorsta þeirra og þá liggur leiðin að ósköp venjulegum vampýrum. Eitthvað eru venjulegar vampýrur ósáttar við þetta, og heilt lið af vampýrum sem m.a. innihalda sjálfan Blade ætla að reyna útrýma þessum stökkbreyttu hlutum!HA???????
Einhvað er þessi söguþráður út úr heiminum.

Myndin á víst að vera algjör mega-brútal-out-of-this-world-action-klikkun, og dómarnir hafa víst verið nokkuð lofsamlegir, og eins og ég hef gefið í skyn hefur mikið verið fjallað um hvað þessi mynd sé virkilega andstyggileg. En þetta batnar stöðugt, þetta á víst einnig að vera horror-mynd, og á að innihalda virkilega creepy atriði! Teaserinn sýndi þó varla neitt nema Snipes að stúllast eitthvað, á meðan dúndrandi teknó-tónlist var í gangi.

Leikstjóri myndarinnar, Guillermo del Toro sendi síðst frá sér myndina The Devil´s Backbone ( einnig þekkt sem El Espinazo del Diablo ), sem hefur verið að fá glimrandi dóma um allan heim, og er með 7.5 af 365 dómum, á www.imdb.com og tel ég það vera nokkuð gott, og svo hefur hún fengið stórkostlega dóma á Rotten Tomatoes. Svo að ég treysti manninum ágætlega fyrir þessari og ég ætla bara rétt að vona að hann fokki henni ekki upp.

Myndin er væntanleg í Bandaríkjunum 29.Mars

smokey…