Sam Mendes Það má segja að Sam Mendes hafi komið, séð og sigrað með hinni snilldarlegu mynd, American Beauty sem hann leikstýrði. En meira um fortíð hans….

Sam Mendes fæddist árið 1965 í borginni Reading á Englandi. Hann heitir fullu nafni, Samuel Alexander Mendes en er nánast alltaf aðeins kallaður Sam Mendes.

Fyrsta myndin sem Sam leikstýrði heitir Soroty Slaughter (1994) og er hrollvekja sem aldrei kom í bíó heldur fór beint á Video. Þessi mynd fékk litla sem enga athygli og ég veit ekki um neinn sem hefur séð hana en bíðið ég ætla að tékka í Leonard Maltin´s video and movie guide…….. neibb hún var ekki þar :(

Árið 1999 var Sam fenginn til að leikstýra stórmyndinni, American Beauty en það eru engir smáleikarar sem leika í henni t.d Kevin Spacey, Anette Bening, Thora Birch og Mena Suvari. Þegar myndin kom svo út fékk hún frábæra dóma hjá gagnrýnendum og var af sumum talin ein besta mynd sem gerð hefur verið. Hún var tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna og vann 5 af þeim fyrir, besta mynd, besta leikstjórn (Sam Mendes), besta myndataka (Conrad L. Hall), besti leikari í aðalhlutverki (Kevin Spacey) og besta handrit (Alan Ball).

Auk Óskarsverðlaunanna sem Sam fékk fyrir leikstjórn sína á American Beauty er sagan ekki öll sagan sögð því hann fékk einnig verðlaun frá…. Bodil Awards, BFCA awards, CFCA award, Czech lion, DFWFCA Award, DGA award, FFCC Award, Golden Globe, Silver Ribbon, KCFCC Award, ALFS award, LACSA award, Amanda, OFCS Award, Robert Award og People's Choice Award fyrir leikstjórn sína á American Beauty.

Núna er myndin Road to Perdition væntanleg en Sam leikstýrir henni. Það mun verða drama mynd með Tom Hanks, Jude Law og Paul Newman í aðalhlutverkum. Það er þegar komið comment um hana á IMDb en það hljóðar svona…..

“Sam Mendes does it again. This is no ordinary movie. The epiphanies of AMERICAN BEAUTY gave insights into one man. This goes to a society and meaningfully comments on the subtle forces that drive the very best and the very worst in us. Conrad Hall will certainly be recognized for the masterful Job he does with a dark subject in a colorful environment.

The genius of Mendes gives the screen new meaning for no one, save James Joyce, has mastered like him the nuances of getting into a man's soul. Of course, Conrad Hall's camera provides subtleties in lighting that we have not seen since Citizen Kane.”

Já ég er mjög spenntur fyrir þessari mynd og held að hún verði mjög góð.

kv. ari218