The Deer Hunter
ca. 180 mínútur
Framleiðsluár: 1978

Okey…. nú ætla ég að skrifa grein um eina bestu mynd sem ég hef séð og ég er hræddur um að of margir hafi látið hana fram hjá sér fara en……. ég er ekki viss.

Leikstjóri The Deer Hunter er Michael Cimino. Hann á að baki myndir eins og The Sunchaser, Desperate Hours, The Sicilian, Yar of the Dragon og Heaven´s Gate. The Deer Hunter er þó LANGfrægasta myndin hans. Með aðalhlutverkin í myndinni fara: Robert DeNiro, Meryl Streep, Cristopher Walken og John Savage.

Myndin fékk 5 Óskarsverðlaun á sínum tíma en þau voru fyrir, besta mynd, besta leikstjórn (Michael Cimino), besti leikari í aukahlutverki (Cristopher Walken), besta klipping og besta hljóð.

Myndin fjallar um 3 menn sem hafa mikinn áhuga á því að fara á hjartaveiðar. Mennirnir eru: Michael Vronsky (Robert DeNiro), Nikanor Chebotarevich (Cristopher Walken) og Stan (John Cazale).
Mennirnir allir eru svo kallaðir í Víetnamsstríðið stuttu eftir brúðkaup Michael´s. Þar lenda þeir í ýmsu og verða t.d látnir spila Rússneska rúlellettu. Í stríðinu tvístrast þeir og einn þeirra fatlast en hér vík ég frá sögu því ég ætla ekki að skrifa spoiler grein……….

Mér fannst The Deer Hunter vera meistaraverk frá upphafi til enda og leikararnir standa sig frábærlega í hlutverkum sínum. Myndin er blanda af stríðs og dramamynd sem fer í hóp allra bestu mynda sem gerðar hafa verið að mínu mati.

10/10