Dead man on campus Núna á mánudaginn sá ég myndina Dead man on campus og
hélt að um væri að ræða ömurlega mynd um háskólaástina.
En mér skjátlaðist þetta var bráðfyndinn mynd um tvo
háskólanema annar þeirra heitir Cooper og er sonur klósetthreinsarakóngs og algjör glaumgosi og hinn er fyrirmyndarnemandi á námsstyrk. Með tímanum nær Cooper að ýta
vini sínum(fyrirmyndanemandanum)út í algjöra óreglu þannig að hann
fellur á miðsvetrarprófinu, og verður að fá B+ í meðaleinkunn.


Þannig að þeir komast að reglu í skólanum þeirra, sem
hljóðar þannig að ef nemandi drepur sig fá allir nemendur
sem sem búa í sama herbergi og sá sem drepur sig hæstu einkunn í öllum fögum burtséð frá námsárangri.

Þannig að þeir reyna að fá einhvern sem er í
sjálfsmorðshugleiðingum til að flytja inn til þeirra.
Fyrst tala þeir við geðsjúkling sem eyðir öllum deginum í að
kasta vatnsblöðrum niður af svölum heimavistarinnar.
Þegar það gengur ekki upp tala þeir við ofsóknarbrjálaðan
nörd, sem heldur að Bill Gates ætli að drepa hann og þeir eru að
reyna að ýta honum fram af brúninni.Það gengur heldur ekki upp
Þannig að þeir tala við mann sem tekur Marilyn Manson til fyrirmyndar, en í raun og veru nýtur hans þess mest að syngja
söngleiki þannig að hann kemur ekki til greina.

Til að gera langa sögu stutta fjallar þessi mynd aðallega um
leit þeirra að mesta geðsjúklingnum í skólanum, þessi kvikindislega mynd er mjög góð sem allir ættu að sjá.

Ég gef þessari mynd ***+/**** mögulegum .