Ár: 2001

Leikstjórn: Wes Anderson

Handrit: Wes Anderson & Owen Wilson

Leikarar: Gene Hackman …. Royal Tenenbaum
Anjelica Huston …. Etheline Tenenbaum
Ben Stiller …. Chas Tenenbaum
Gwyneth Paltrow …. Margot Helen Tenenbaum
Luke Wilson …. Richie Tenenbaum
Owen Wilson …. Eli Cash
Danny Glover …. Henry Sherman
Bill Murray …. Raleigh St. Clair
Seymour Cassel …. Dusty
Kumar Pallana …. Pagoda
Alec Baldwin …. Narrator
Grant Rosenmeyer …. Ari Tenenbaum
Jonah Meyerson …. Uzi Tenenbaum

Það er eiginlega ekkert sem maður getur sagt til þess að útskýra eiginleika þessarar kvikmyndar fullkomlega. Það er góður stíll yfir leikstjórninni með frumlegum hugmyndum sem gera það að verkum að myndin sígur þig inn í sig. Rétt eins og Vanilla Sky þá er þetta ekki hin týpíska Hollywood mynd. Rödd sögumannsins og blanda af teiknimyndasögu gera reynslu myndarinnar sögulegri.

Myndin er framsett sem saga af fjölskyldu sem samanstendur af snillingum. En þessir snillingar sóa hæfileikum sínum í glundroða fjölskyldu sinnar. Faðirinn sem hefur ekki hugmynd um hvernig ala skal upp börn og að auki stelur peningum sonar síns auk þess í sífellu sem hann áminnir ættleidda dóttur sína að hún er í raun ekki alvöru meðlimur fjölskyldunnar. Einn sonurinn er með meðfæddan tennishæfileika og annar sem er svo ráðvilltur, sorgmæddur með sár barnæskunnar og taugaóstyrkur.

Útlit búninga, förðunar, leikmuna og ljósastýringar osfrv gefur svo mikið andrúmsloft að maður verður að sjá þetta með eigin augum til að skilja þetta á rétta vegu.

Það er frábært að sjá gott handrit í góðri leikstjórn. Þessi mynd verður klassísk. Greind, athugunarleg, mannleg, tilfinnaleg, snjöll og svo fjandi fyndin að manni svíður í kjálkann af hlátri og brosi gera þetta að frábærri mynd.

Ég tók eftir því að handritið er gert af Owen Wilson. Owen Wilson er einmitt leikari í myndinni, hann hefur nýlega leikið í Behind Enemy Lines og Zoolander og að auki leikur hann áhugaverða sögumanninn.

Það er nauðsyn fyrir fleiri myndir af þessu tagi þar sem ímynd myndarinnar situr í höfði manns lengi vel á eftir.

Einkun ****1/2

<a href=http://bventertainment.go.com/movies/royal/index.html>Heimasíða myndarinnar</a>

Pressure