Hinn þekkti leikstjóri Cameron Crowe frá Palm Springs í Californiu fæddist árið 1957, 13 júlí.
Hann hóf ferilinn sem leikari en fór síðan fljótlega út í að skrifa handrit og loks, um fertugt, leikstýra myndum. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði hét Jerry Maguire þar sem Tom Cruise lék umboðsmann íþróttamanna sem var rekinn en tók með sér upprennandi blökkumann í fótbolta og fallegan ritara. Síðan er grátið það sem eftir er af myndinni.
Þegar þessi mynd kom út fékk hún frábærar viðtökur þrátt fyrir að hafa verið ein lélegasta mynd ársins, hún var tilnefnd til óskarsverðlauna og fólk átti ekki til orð yfir gæðum hennar, sem ( þótt sorglegt sé) eru engin. Hún er allt of löng, hún er væmin, svo sem ágætlega leikinn en svo illilega leiðinleg að það hálfa væri nóg.
Síðan liðu fjögur ár og Crowe gaf frá sér aðra mynd; Almoust Famous, þar sem strákpatti er gefið það tækifæri að skrifa fyrir Rolling Stone. Þessi mynd er hótinu skárri en fjaðrafokið sem hún var valdur að var ótrúlegt. Enn á ný átti fólk ekki orð, hún var tilnefnd til óskarsverðlauna, þrátt fyrir að vera bara svosem ágæt.
Og ég verð að minnast á eitt: Ritstjóra Rolling Stone, þessir menn eru og að ég held muni alltaf vera verst leiknu persónnur sem ég hef nokkurn tíma séð á tjaldinu.
og í ár sendir hann frá sér nýja mynd, þessi ofmetnasti leikstjóri samtímans sendir fra sér Vanilla Sky með Tom Cruise, og ef hún er léleg og fólk álítur hana góða, þá tek ég enga ábyrgð á gjörðum mínum.