From Hell From Hell heitir nýjasta mynd Hughes bræðra og fjallar um rannsóknina á einum frægustu morðmálum allra tíma. Jack the Ripper, eða Kobbi Kviðrista var talinn hafa myrt fimm gleðikonur á a.m.k tíu vikna tímabili í London, árið 1888, en þrátt fyrir mikla leit náðist hann aldrei. Myndin ere víst byggð á sammnefndri skáldsögu, sem varð víst nokkuð vinsæld og vakti nýja hlið á málinu. Leikstjórarnir Allen Hughes og Albert Hughes hafa áður fyrr gert þrjár kvikmyndir, Menace to Society ( 1993 ), Dead Presidents ( 1995 ), og heimildarmyndina American Pimp ( 1999 ). Allar myndirnar ( veit samt ekki alveg um American Pimp ) hafa fjallað um blökkumenn í gettóinu, og hafa víst gefið nokkuð sannfærandi mynd af lífi þeirra. Fjórða myndin ( From Hell ) er þó nokkuð frábrugðin fyrri myndum þeirra bræðra, en þó ekki. Allar gerast í fátækrahverfum, en þó er þessi aðeins með hvítum leikurum. Í helstu aðalhlutverkum eru Johnny Depp, Heather Graham, Ian Holm, og Robbie Coltrane. Johnny Depp leikur lögregluforingjann Frederick Abberline sem hefur verið falið rannsókn á morðmálunum. Abberline þessi hefur þó sérstakann hæfileika, hann getur séð hluti fyrir sér, og þá reynist það hjálpsamlegt í þessum dularfullu málum. Hann kynnist fljótt vændiskonunni Mary Kelly ( Heather Graham ) sem hafði þá átt í vinasambandi við nokkur fórnarlömb. Smám saman fella þau hug og hjörtu saman, en það er eins og Kobbi leggist aðeins á ákveðinn vinahóp, sem Mary Kelly tilheyrir, og hver veit ef hún er næst?Þið lesendur þurfið að ganga í gegnum myndina til að komast að því.

Fyrst af öllu er myndin ótrúlega flott. Sviðsetningin er hreint útsagt stórkostleg, þið verðið bara að sjá þetta. Svo er leikurinn líka í hágæðaflokki, flest allir eru frábærir í hlutverkum sínum, sérstaklega var Johnny Depp frábær, og náði geðveikum hreim í hlutverki sínu. Svo voru Ian Holm og Robbie Coltrane einnig mjög góðir í sínum rullum. Handritið er nokkuð gott, myndatakan er til fyrirmyndar, og var ég búinn að minnast á sviðsmyndirnar?
Myndin er mjög blóðug, og minnir á hinar örgustu splatter myndir. Klám, ofbeldi, blóðsúthellingar, þið finnið nóg af þeim hér, og vil ég minna fólk á að líta aðeins á dvd diskinn þegar hann kemur. Því þar er að finna allt efnið sem kvikmyndareftirlitið hefði aldrei leyft. Andrúmsloftið í myndinni er geðveikt, og má lýsa myndinni sem hryllingsmynd. Samt er myndin ekki fullkomin og má finna nóg af göllum ef maður leitar en það er ekkert gaman að fara yfir þá svo að ég sleppi því bara.

Helvíti góð mynd sem ég get fyllilega mælt með.

***/****


From hell.
Mr Lusk,
Sor
I send you half the Kidne I took from one woman and prasarved it for you tother piece I fried and ate it was very nise. I may send you the bloody knif that took it out if you only wate a whil longer


signed
Catch me when you can Mishter Lusk