Undirritaður gerði fyrir nokkru lista yfifr 5 bestu myndir sem hann hefur séð, nú hef ég ákveðið að laga hann aðeins og bæta inn 5 myndum til viðbótar, þannig að það verða þá 10 myndir.

Gamli listinn.

1.Silence of the Lambs.
Einfaldlega besta mynd sem til er, virkar snilldarlega í alla staði.

2.The Godfather.
þessi mynd er líka gargandi snilld og besta mafíumynd sem gerð hefur verið, vel skrifuð og snilldarlega leikin.

3.The Gladiator.
Þessa mynd fór ég á í bíó og vááá, hvílík upplifun, bardagaatriðin sér verðskulda tvær og hálfa stjörnu.

4.Blazing Saddles.
Mel Brooks er snillingur í heimi kvikmyndana einfaldlega fyndnasta mynd sögunnar, þeir sem ekki hafa séð hana drífið ykkur útá leigu og skemmtið ykkur.

5.I Kina spiser de hunde.
Þegar kemur að bíó myndum þá eru frændur okkar danir algjörir snillingar. Þessi mynd er frábær íalla staði og þá sérstaklega í húmor.Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.

Nýi listinn.

1.Silence of the Lambs.
Orð eru óþörf.

2.The Godfather.
Frábær mynd þar sem Al Pacino, Marlon Brando og James Caan fara á kostum, atriðið á veitingastaðnum er snilld.

3.Gladiator.
Myndin er augnkonfekt þar sem Russel Crowe er í essinu sínu og Ridley Scott hefur sjaldan tekist betur upp.

4.Lord of the Rings.
Besta mynd ársins, frábær ævintýra mynd sem á eftir að sópa til sín óskurum, leikarar standa sig allir vel og þá sérstaklega Viggo Mortensen og Ian Mckellen.

5.Blazing Saddles.
Einfaldlega fyndnasta mynd sem til er.

6.I Kina spiser de hunde.
Eins og áður var sagt alger snilld þar sem Kim Bodnia fer á kostum.

7.Ben-Hur.
Epísk stórmynd sem veldur engum vonbrigðum, Charlton Heston stendur sig frábærlega, kappakstursatriðið er eitt besta atriði sem ég hef séð.

8.Full Metal Jacket.
Besta stríðsmynd sem ég hef séð, vel skrifuð, vel leikin og frábærlega leikstýrt, Matthew Modine og Vincent D´onfrio eru fremstir meðal jafningja.

9.Godfather 2.
Besta framhaldsmynd sögunnar þar sem Robert De Niro fer fyrir öllum með snilldar leik.

10.Brotherhood of the Wolf.
Myndin kom mér svolítið mikið á óvart, Vincent Cassel og Mark Dacasos(held að þetta sé rétt skrifað)virka mjög vel.

Svona varð listinn og hann á örugglega eftir að breytast eitthvað smávegis á næsta kvikmyndaári.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.