Jæja nú spyr ég, af hverju er fólk alltaf að pæla í göllum meðan það horfir á myndir?
Þær geta ekki verið gallalausar frekar en þið og allir menn.

Ég hef séð mikið um gagnrýni vegna galla í LOTR t.d.
Ég fór á hana í annað skipti í gær og ætlaði að fylgjast með hinu og þessu, en ég hvarf bara inní myndina.
Mig langaði ekkert að eyða mínum tíma í að horfa á myndina út frá göllum! Heldur hafa bara gaman að henni.
Þetta er alveg frábær mynd en ekki gallalaus frekar en allt sem maðurinn lætur frá sér.

Af hverju ekki að skoða frekar kostina við myndina?
Og njóta þess.
Mér fannst bara meira gaman að sjá hana í annað skiptið, því þá gat ég pælt meira í flottu atriðunum í myndinni og lét ekkert fara í taugarnar á mér.

Og svo er leiðinlegt að hlusta á þetta þegar fólk er sínöldrandi. Það er eins og fólk geti ekki tekið hlutum eins og þeir eru og notið þeirra heldur þurfa þeir alltaf að hafa sérþarfir með myndir og gagnrýna út frá sínum pælingum!

Jæja, á korkinn með þetta

ViceRoy