Stir of Echoes Stir of Echos
ca. 100 mín.
leikstjóri: David Koepp
Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Kathryn Erbe, Ireana Douglas

Í gærkvöld ákvað ég að horfa á þessa mynd í sjónvarpinu. Ég hafði ekki miklar væntingar en það var orðið nokkuð langt síðan ég horfði á hrollvekju svo ég horfði á þessa mynd. Stir of Echoes er hinsvegar bara ömurleg mynd sem tekst aldrei að verða að hrollvekju. Leikurinn er enginn til að hrópa húrra yfir og söguþráðurinn er bara heimskulegur.

Myndin fjallar Tom Witzky sem er eins barns faðir og á von á öðru eftir svoldinn tíma. Eitt kvöld þegar hann ákveður að fara út á lífið með unnustu sinni og vinum fer ein vinkona hans, Lisa að tala um dáleiðslur. Tom finnst þetta vera mesta kjaftæði sem hann hefur feyrt svo hann biður hana að lokum um að dáleiða sig. Lisa fæst að lokum til að dáleiða hann og það verður enginn lítil dáleiðsla heldur hrikaleg dáleiðsla sem mun sitja í honum um hríð.
Tom fer að lifa í sitthvorum heiminum og á erfitt með að greina hvort hann sé sofandi eða vakandi. Seinna kemst hann líka að því að sonur hans hagar sér mjög undarlega og segist t.d tala við stelpuna, Samönthu sem hafði strokið að heiman…..

Þetta er söguþráðurinn á misheppnuðu hrollvekjunni Stir of Echoes.
Leikstjóri hennar, David Koepp hefur aðeins leikstýrt 2 öðrum myndum sem heita: Suspicious og The Trigger Effect en hann er frekar þekktur sem handritshöfundur. Hann skrifaði t.d handritið af, Mission Impossible, The Lost World og Spider Man.

*1/2-/****