Kevin Spacey Hinn snilldarlegi leikari Kevin Spacey fæddist árið 1959 í New Yersey, Bandaríkjunum. Hann heitir reyndar fullu nafni Kavin Spacey Fowler.

Fyrsta myndin sem Kevin lék í heitir Heartburn en þar lék hann mjög lítið hlutverk. Aðalhlutverk myndarinnar sáu hinsvegar stórleikararnir Jack Nicholson og Meryl Streep um. Þegar Kevin var rétt að byrja að reyna fyrir sér í bransanum lék hann oft með miklum stórstjörnum t.d Jack Lemmon, Jack Nicholson, Ed Harris, Harrison Ford, Meryl Streep, Alec Baldwin og Al Pacino.

Árið 1995 var mjög gæfuríkt fyrir Kevin en þá sló hann virkilega í gegn með þremur stórmyndum sem hann lék í. Fyrsta myndin var Outbreak sem Wolfgang Petersen leikstýrði. Það voru heldur engir aukvissar sem léku með honum í myndinni en þeir eru: Morgan Freeman, Dustin Hoffman, Rene Russo og Cuba Gooding jr. Næsta myndin hans á árinu var hin frábæra mynd Se7en. Þar lék hann aðalhlutverk ásamt Brad Pitt og Morgan Freeman undir leikstjórn David Fincher. Se7en er núna í 60. sæti á Topp 250 lista IMDb. ÞRiðja myndin hans á árinu var langbest af þeim öllum og ég er að sjálfsögðu að tala um The Usual Suspects. Henni leikstýrði Bryan Singer og myndin heldur ein frábærasta endi kvikmyndasögunnar. The Usual Suspects er í 15 sæti á topp 250 lista IMDb!!!

Eftir að hafa leikið í þessum myndum var Kevin orðinn mjög eftirsóttur leikari. Næsta snilld sem hann lék svo í er L.A Confidential. Þar lék hann löggu í Los Angeles og aðrir leikarar aðalleikarar myndarinnar eru: Russel Crowe, Guy Pearce, Kim Basinger og Danny DeVito. Myndin var tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna en fékk aðeins 2 þeirra. Rúmu ári seinna talaði Kevin inná fyrir Hooper í myndinni Bug´s Life sem flestir hafa séð. Besta mynd Kevin´s (að mínu mati) kom í kvikmyndahús í lok ársins 1999. Myndin sem ég er að tala um er American Beauty. Þar lék hann Lester Burnham snilldarlega og fékk Óskar fyrir vikið. Myndin fékk samtals 5 Óskarsverðlaun þ.á.m. fyrir að vera besta myndin. American Beauty er mynd sem ég get horft á aftur og aftur án þess að fá leið á henni og síðast í gærkvöldi horfði ég á hana alla. Árið 2000 lék Kevin ásamt Haley Joel Osment og Helen Hunt í misheppnuðu myndinni Pay it Forward. Nýjasta myndin hans, K-PAX kom fyrir stuttu í bíó hér á klakanum og mér fannst hún vera mjög góð. Hann lék þar geimveruna, Prot frábærlega undir leikstjórn Ian Softley.

Núna er þrjár myndir með honum í framleiðslu en þær eru: The Life of David Gale, Austin Powers in Goldmember og The Shipping News. Ég mun örugglega sjá allar þessar myndir í bíó en er þó lang mest spenntastur fyrir, The Life of David Gale.

Leonard Maltin gefur myndunum sem Kevin hefur leikið í þessar einkunnir….

Heartburn ***
Working Girl ***
Rocket Gobraltar ***
See no Evil, Hear no Evil **
Dad **
A Show of Force **
Henry and June ***1/2
Consenting Adults *1/2
Glengarry Glen Ross ***
The Ref **1/2
Iron Will *1/2
Swimming with Sharks **
Outbreak **1/2
The Usual Suspects **1/2
Se7en ***
Looking for Richard ***1/2
A Time to Kill ***
L.A Confidential ***1/2
Midnight in the Garden of good and Evil **
The Negotiator ***
Hurlyburly **
A Bug´s Life ***1/2
American Beauty ***1/2
The Big Kahuna **1/2
Pay it Forward **


Topp 5 listinn minn yfir myndirnar hans er þó svona…

1. American Beauty ****
2. The Usual Suspects ***1/2+
3. L.A Confidential ***1/2
4. Se7en ***+
5. K-PAX ***+

kv. ari218