Rambo (2008) Ég var að klára nýju Rambó myndina og þegar ég horfði á hana áhvað ég að skrifa grein um hana og skella hér inná huga.

Leikstjóri: Sylvester Stallone
Handritshöfundar: Art Monterastelli and Sylvester Stallone
Í kvikmyndahúsum: 8 Febrúar 2008

Imbd User Rating: 7.5/10 (46,657 votes)

Þegar ég byrjaði að horfa á myndina átti og ég von á Silvester Stalone að plaffa í sundur vonda kalla einhverstaðar í heiminum og það reyndist svo sannarlega satt en ég hef ekki séð hinar myndirnar.

Ef þú hefur ekki séð myndina en ætlar þér það þá skaltu ekki lesa það sem ég skrifa núna næst.



Myndin byrjar þar sem Rambo er staddur rétt utan við landamæri Búrma og vinnur fyrir sér sem snákaveiðari og ferjar fólk líka upp með ánni sem lyggur inn í Búrma en drepur af og til ræningja og hermenn sem fara niður eftir ánni. Hann flytur hóp af læknum úr trúarsöfnuði inn í Búrma til að færa veikum og þurfandi lyf og hjálp.

Nokkrum dögum síðar kemur til hans prestur úr kyrkju fólksins sem hann flutti og biður hann um að ferja nokkra fyrrverandi hermenn upp í Búrma til að finna hópinn sem ekki skilaði sér og talið er að hafi lent í árás hermanna en í Búrma fara spilltir hermenn um héruð og myrða allt sem á vegi verður fyrir herfornigastjórn landsins.

Þeir finna herstöð þar sem hermennirnir geyma konur og börn sem þeir misnota hvað eftir annað og drepa síðan sér til skemmtunar. Þeir bjarga hópnum en Rambó, ung kona og leyniskytta verða viðskila frá hinum.

Nú er komið að hápunkti myndarinnar en þar sendir Rambó leyniskyttuna og stelpuna annað en lætur þá sem elta þau falla í gildru þar sem hann sprengir meðalannars sprengju frá seinni heimstyjöldinni. Leyniskyttan og stelpan horfa á sama tíma á hópinn þar sem hermenn hafa náð þeim og eru við það að taka þá af lífi legar Rambó kemur á jeppa með vélbyssu og byrjar að skóta alla hermennina í sundur. Leyniskyttan byrjar á sama tíma að skjóta og hópurinn nær í byssur og hjálpar. Hermennirnir ná aftur stjórn á hlutunum þegar bátur með vélbyssu kemur og allt virðist ætla að fara til fjandans en þá birtast upreisnarmenn sem hafa þurft að þola skít herforingjastjórnarinnar og klára málið.



Ég verð að segja að ég er impressed. Myndin er dáldið Brutal en það er bara betra! Einmitt það sem ég vonaðist eftir, brjálaður Rambó að plaffa í sundur “the bad guys”

Ég ætla að gefa henni 10/10 mögulegum og hún er á mínum Top 3 lista.

Þetta er án efa frábær mynd og þess virði horfa á og ég ætla að redda mér hinum til að horfa á!

Afsakið allar stafsetningarvillur og takk fyrir að lesturinn
Kv. Himminn ;)
"alltaf þegar ég er graður þarf ég að skíta" -devon