James Bond kemur!!! Á blaðamannafundi í Pinewood kvikmyndaverinu í Englandi var staðfest fyrir stundu að tökur í næstu James Bond mynd muni fara fram á Íslandi, en framleiðendur myndarinnar hafa kannað aðstæður í nágrenni Hornafjarðar að undanförnu.

Myndin byrjar samkvæmt hefðinni á æsispennandi eltingarleik. Að þessu sinni lendir Bond í eltingaleik í Kóreu við bófa á svifnökkvum. Áhorfendur fá síðan að fylgjast með ævintýrum njósnara Hennar Hátignar í Hong Kong, Kúbu og London. Atriði í myndinni verða einnig tekin á Íslandi, Hawaii eyjum og á Spáni. Ekki hefur enn verið ákveðinn titill myndarinnar en hún hefur vinnuheitið “Bond 20” en þetta verður tuttugasta myndin um njósnarann. Á blaðamannafundinum lýsti Pierce Brosnan því yfir að hann vildi framlengja samning sinn um eina mynd til viðbótar “Bond 20”. Brosnan lék James Bond fyrst í myndinni “Golden Eye” árið 1995, síðan í “Tomorrow Never Dies” og í síðustu myndinni “The World Is Not Enough”. Áætlað er að frumsýna “Bond 20” í nóvember í nóvember en þá verða fjörutíu ár liðin frá því að fyrsta Bond-myndin, “Dr. No”, var frumsýnd.
No guts, no glory