Spy Game er nýjasts mynd Tony Scotts bróðir Ridley Scotts en hann á nokkra smella á bakvið sig meðal annars Crimson Tide, True Romance og Top Gun. En í þessum nýjasta spennutrylli hans fara Robert Redford og Brad Pitt með aðalhlutverk.

Nathan Muir (Robert Redford) er reiðubúnn að fara á eftirlaun og er tilbúinn að kveðja alla vini sýna hjá CIA á sínum síðasta degi en skyndilega er kallaður á mikilvægan fund. Fyrrum lærlingur hans Tom Bishop (Brad Pitt) hefur verið handsamaður við björgunarstarf í Kína og á að lífláta hann á innan við sólahring. Nathan vill leggja sitt fram á mörkum við að bjarga Bishop en eitthvað fleyra býr á bakvið þetta allt saman og Nathan er fljótur að átta sig á að ekki er allt það sem það sýnist.

Spy Game er eins og ég nefndi hér að ofan leikstýrð af Tony Scott en flest allar þær myndir sem hann hefur gert eru Spennu/Hasarmyndir þannig að hann veit vel hvað hann er að gera því Spy Game er alls ekki ólík Enemy at the States og Crimson Tide í útfærslu þ.e.a.s hröð, spennandi og mörg uppátæki. Í myndinni eru tvö stór nöfn Robert Redford og Brad Pitt, báðir standa þeir sig vel með Robert Redford sem mannin sem að er búinn að vera lengi í bransanum og Brad Pitt sem kærulausa/óábyrga lærlinginn. Myndin gerist á einum sólahring en við fáum að sjá ýmsar langar minningar frá sambandi Bishops og Nathans og fanns mér dálítið gaman að sjá þá saman í stríðinu í Vietnam alveg til borgarstyrjaldar í Líbanon. Núna þegar ég er að rifja upp fyrri myndir Tony Scott þá sér maður mjög svipað munstur í þeim öllum og eitt af því helsta er að engin af myndunum einkennist af hasar, það er mikil spenna í gangi í myndunum hans og jú það er eitthvað um hasar en þær eru ekki The Rock/Con Air típur. Spy Game smellur í munstrið því það er mjög lítið um hasar í henni en hún er mjög spennandi á pörtum, reyndar er spennan í gangi alla myndina. Handritið er byggt á sögu Michael Frost Beckner sem á ekki margar sögur á bakvið sig en hann var líka fengin til þess að gera handritið að myndinni. Spy Game fer ekki út einhverja dellu og er lítið um lægðir í myndinni fyrir utan smá “I love you and you love me” senur með Brad Pitt og Catherine McCormack sem er með nánast eina kvennhlutverkið í myndinni.

Spy Game er góður spennutryllir og fín afrþreying. Hún er enginn Óskars kandítat og hún fjallaði ekki alveg út á það sem hafði hugsað mér eftir að hafa séð treilerinn en það breytir engu því hún byggist vel upp og skilar sér vel að loku. Ágætis bíómynd sem er vel þess virði að kíkja á í bíó.

Spy Game: ** ½