Ég var að horfa í gærkvöldi á mynd sem heitir Boiler Room og er með Giovani Ribisi og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Þetta er mjög vel gerð mynd sem segir frá lífi 19 ára manns sem heitir Seth Davis (Ribisi). Seth sem er nýhættur í skóla því hann fann sig ekki ákveður að reyna að reka spilavíti inn á heimilinu sínu sem gengur ekki nógu vel. Kvöld eitt koma ríkir verðbréfasalar sem bjóða honum vinnu hjá J.T. Marlin. Út frá spinnist svo hin ágætasta afþreying. Eini gallinn eiginlega við þessa mynd er endirinn. En þrátt fyrir endirinn ættuð þið ekki að sleppa því að leigja þessa mynd.

P.S. Það stendur aftan á að hún sé 80 mín en í rauninni er hún 120 mín.)

kveðja
Ozi