The Impostor The Impostor er ný Sci-Fi mynd byggð á stuttri sögu Philip. K. Dick. Leikstjóri myndarinn er Gary Fleder en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Kiss the Girls og nýja spennutryllinum Don’t say a word.

Árið er 2079 og við jarðabúar erum í stríði fjandsamlegar geimverur. Spencer John Olham (Gary Sinise) er vísindamaður sem vinnur fyrir ríkið og hefur hann uppgötvað hið fullkomna gjöreyðingarvopn gegn geimverunum. Fer svo að Spencer er grunaður um að vera einn af óvinunum í mannslíkama, Spencer sættir sig ekki við dauðadóm fyrir það sem hann hefur ekki gert og er ekki og ákveður að taka á flótta. Myndin gengur síðan í gegn með The Fugtitive dejavu og tekur óvænntar stefnur.

The Impostor er byggð eftir sögu Philip K. Dick sem er virtur rithöfundur og hefur skrifað meðal annars Blade Runner, Total Recall og Minoraty Report. Sagan á bakvið myndina er í sjálfum sér ekkert galin en hvernig þeim tókst að klúðra að koma þessari sögu á filmu er svo innilega sorglegt. Fyrsta lagi er enginn mettnaður lagður í tæknibrellurnar og rakst ég á skemmtilegt comment á netinu þar sem einn gagnrýnandi vildi meina að tæknibrellurnar í myndinni væru stundum það fullkomnar að þær gætu verið frá ILM en aftur á móti höfðu þær stundum verið svo lélegar að þær höfðu eflaust komið frá Caffe Internet fyritæki. Ég er sammála honum með seinni partinn þ.e.a.s lélegu brellurnar því að góðu brellurnar voru ripp off úr öðrum myndum svo sem Armageddon t.d þar sem rifjað var upp árás geimveranna á jörðina (þið sjáið þegar stóri lofsteinninn lendir í gegnum lestarstöðina). Sum landslög og yfirsýn yfir framtíðarborgir voru ásættanlegar ef að þær voru ekki líka stolnar. Ef þið trúið ekki hvað þetta getur verið hræðilegt þá skal ég segja ykkur eitt það er að í einum geimbardaga á milli mannana og geimveranna þá sjáum við F18 þotur tölvuteiknaðar í geimnum skjótandi venjulegum skotum á óvinageimflaugarnar sem er svo hlægilegt ekki bara afþví að þetta eru F18 þotur heldur líka módelin líkjast tölvuleikningum úr B leik í Playstation 1. (Mummy returns: Scorpion King, ring the bell?) Nú þar sem ég er búinn að rakka svo innilega tæknibrellurnar þá er ágætt að koma sér yfir í leikinn. Myndin er með svo sem ágætann leikarahóp Gary Sinise sem við höfðum séð í Forest Gump og Apallo 13 og er í sjálfu sér góður leikari en því miður tók hann að sér að leika í þessari mynd, ef ég á að gefa myndinni eitthvað hrós þá fær Gary Sinise það því hann virtist vera eini sem kunni að leika að Madeleine Stowe frátaldri. Uppbygging myndarinnar og fleyri minni atriði eru flest slöpp og maður grípur oft í hausinn og hugsar með sér hvernig hægt er að mynda sum af atriðunum án þess að sjá þessa risa stóra galla.

Impstor er mettnaðarlaus kvikmynd með kunnuglegum andlitum en tæknibrellurnar og leikurinn hjálpa þessari hræðulegu mynd ekki að ná sér á stall og verð ég að segja að eini plúsinn sem þessi mynd á skilið er saga Philip K. Dick og voðalega sorglegt að hún skuli hafa verið mynduð yfir höfuð gerð.

The Impostor: ½ af ****