The Silence of the Lambs (SPOILER) Hér kemur SPOILER grein um kvikmyndina The Silence of the Lambs:

Kvikmyndin, The Silence of the Lambs fjallar um FBI nemann Clarice Sterling. Jame Gumb betur þekktur sem Buffalo Bill er þekktur fyrir blóðsúthellingar og limlestingar og er margeftirlýstur af FBI. En það er ekki Buffalo Bill sem er mest ógnvekjandi persónan í þessari mynd heldur Hannibal Lecter. Hannibal er brjálaður fangi og mun ekki verða sleppt út meðan hann lifir en Buffalo Bill gengur laus og það þarf hjálp Hannibals til þess að finna hann. En Clarice er ungur FBI fær það verkefni að reyna að fá upplýsingar um Buffalo Bill hjá Hannibal. Það var Jack Crawford sem lét hana fá það verkefni. Mannætan Hannibal er talinn vita sitthvað um Buffalo Bill sem fáir aðrir vita hún verður að treysta honum til að stöðva Buffalo Bill sérstaklega þegar hann er kominn með nýtt fórnarlamb. Fórnarlambið heitir Catherine Baker Martin og hún er dóttir öldungardeildarþingmanns. Síðasta fórnarlamb hans fannst dáið og útskorið en aðalpunkturinn var að kokið var stútfullt af innfluttum fiðrildakörtum frá Asíu. Áður en Hannibal var settur inn var hann verðlaunaður geðlæknir. Clarice sér að hann er frá Baltimore. Leigugeymsla sem er á Baltimore hefur verið greidd fyrirfram til 10 ára. Hún fer strax að rannsaka hana og finnur lík Benjamin Raspail fyrrum sjúkling Lecter. En Hannibal neitar því að hafa myrt hann. Lögreglan mútar Hannibal með betri klefa í Memphis ef hann segir fullt nafn Buffalo Bills. Hann gefur upp nafnið Luis Friend og fær klefann. Klefinn er rammgerður og tveir þrautþjálfaðir öryggisverðir gæta hans. En það er auðvitað ekki nóg fyrir Hannibal Lecter því hann strýkur með eftirminnilegum hætti. Stuttu seinna fattar FBI hver Buffalo Bill er. Einu sinni hafði fiðrildakörtur frá Asíu verið fluttar til Bandaríkjanna og viðtakandin hét Jame Gumb. FBI planar handtöku. Clarice leggur líf sitt að veði með því að fara inn til Buffalo Bills. En hún nær loks að drepa hann í sjálfsvörn. Clarice er svo gerð að alríkislögreglumani fyrir afrek sín og af fleiri ástæðum.

***1/2+