The Godfather serían Hér ætla ég að fjalla um eina bestu kvikmyndaseríu allra tíma. Francis Ford Coppola komst í guðatölu hjá mér eftir þessar stórkostlegu myndir. Allar þrjár rekja sögu mafíufjölskylduna Corleone, allt frá falli guðföðursins Don Vito, og til dauða sonar hans Michael.

THE GODFATHER
Framleiðsluár:1972
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Aðalleikarar:Marlon Brando, Al Pachino, James Caan, Robert Duvall, Diane Keaton
Leng myndar:175 min
Fyrsti hluti serínnar fjallar um guðföðurinn Don Vito Corleone sem á í illdeilum við Sollozzo fjölskylduna. Vito hatar tilhugsuna um að selja eitulyf, en Sollozzo fjölskyldan byrjar að selja á götunni og reyna í leiðinni að myrða Vito Corleone. Eitthvað heppnast það illa og Vito lendir á sjúkrahúsis, og svo byrjar myndin fyrir alvöru!Þetta er eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar, stórkostleg kvikmynd sem á skilið hrós allstaðar. Kvikmyndatakan er flott, leikurinn er stórkostlegur, sérstaklega hjá Brando, sem ég held að hafi unnið óskar fyrir. Meistaraverk!
****/****

THE GODFATHER PT.2
Framleiðsluár:1974
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Aðalleikarar:Al Pachino, Robert Duvall, Diane Keaton, Robert DeNiro
Lengd:c.a.200min
Seinni hluti Guðföðursins er ekki mikið síðri en fyrri hlutinn. Þessi mynd er listaverk í alla staði. Myndin segir frá valdatímum Michael Corleones, og aftur í tímann þegar Vito Corleone var ungur. Fantagóð, og djúp mynd í alla staði, en þó ótrúlega löng, mikið af löngum hljóðlausum atriðum, maarr þarf að gefa sér virkilega mikinn tíma til að klára þessa. En leikurinn var stórkostlegur, ótrúlega góður, hann Robert DeNiro vann óskarinn fyrir hlutverk sitt. Fyrsta myndin og þessi eru tvær bestu gangzter myndir allra tíma!
****/****

THE GODFATHER PT.3
Framleiðsluár:1990
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Aðalleikarar:Al Pachino, Diane Keaton, Talia Shire, Andy Garcia
Lengd:161min
Ég verð að viðurkenna að þessi er ekki jafn góð og hinar ( enda erfitt að toppa þær tvær ). Michael Corleone er nú á sextugsaldri og ætlar að reyna að frelsa fjölskyldu sína undan ofbeldi og finna verðugan eftirmann. Það er mun meiri spenna í þessari heldur en í nr.2, frekar mikið af byssum og brjálæði. Hún nær þó ekki sama klassa og hinar tvær og er nokkuð mikið á eftir þeim í gæðum. En það þýðir alls ekki að hún sé léleg. Þvert á móti!Hún er ja, eins og hinar meistaraverk, eini munurinn er að hinar voru dýpri og þyngri en þessi og ekki jafn mikið af göllum. Leikurinn er stórkostlegur ( eins og í hinum ), kvikmyndatakan er nokkuð flott, og endirinn mjög áhrifaríkur og dramatískur. En allt í allt stórkostleg mynd!
***1/2/****