Sean Bean Shaun Mark Bean, eða Sean Bean er einn af mínum uppáhalds leikurum. Sean var fæddur 17 Apríl árið 1959 í Sheffield, Yorkshire á Englandi. Hann ólst upp í verkamannastétt og vann meðal annars hjá föður sínum (Brian Bean) í stál vinslu áður en hann gerðist leikari.

Sean hefur þrívegis verið giftur um æfina, þeim Abigail Cruttenden, Debru James og Melanie Hill. Með Abigail á hann eina dóttir, (Evie Natasha) og með Melanie tvær (Lorna og Molly).

Sean uppgötvaði ást sína á leiklist þegar hann fór á listabraut í Rotherham skólanum í Sheffield og eftir að útskrifast gekk hann í “The Royal Academy of Dramatic Art” (sem er virtur leiklistarskóli) og útskrifaðist með Heiðurs Diploma og silfur orðu fyrir leik sinn í útskriftar leikritinu “Waiting for Godot”. Fyrsta atvinnu verk hans var að leika Tybalt í “Romeo and Juliet” í Watermill Theatre, Newbury maí 1983.

Eftir að hafa leikið í fjölda leikrita í London fór ferill Sean æ meir að snúast að sjónvarpi og kvikmyndum.

Sean hefur aldrei verið hræddur við að leika sýn eigin áhættuatriði og geymir minjagrip um leik sinn í myndinni Patriot Games; í upptöku eins atriði myndarinnar rak Harrison Ford skips krók í andlit hans. Fyrir ofan vinstra auga Sean's þurfti að sauma 8 spor til að loka sárinu og er hann nú með ör eftir það.

Ég man fyrst eftir í Sean í eftirminnilegu sjónvarpsmyndunum Sharp's, (sem voru sýndar á rúv) þar sem að hann lék hermann sem barðist um víða veröld fyrir bretaher á nítjándu öld.

Myndirnar eru 14 talsins og eru sumar fáanlegar á DVD.

Sharpe's Waterloo (1997)
Sharpe's Justice (1997)
Sharpe's Revenge (1997)
Sharpe's Mission (1996)
Sharpe's Siege (1996)
Sharpe's Regiment (1996)
Sharpe's Sword (1995)
Sharpe's Battle (1995)
Sharpe's Gold (1995)
Sharpe's Honour (1994)
Sharpe's Enemy (1994)
Sharpe's Company (1994)
Sharpe's Eagle (1993)
Sharpe's Rifles (1993)

Ég hef ekki séð ýkja margar kvikmyndir með honum en þá man ég helst eftir honum úr GoldenEye (m/ Pirece Brosman 1995) og Ronin (m/ Robert De Niro 1998), báðar þrælgóðar spennumyndir.

Nýlega lék hann svo í bestu kvikmynd sem ég hef séð; “Lord of the Rings: Fellowship of the Ring”. Í henni lék hann hlutverk Boromírs gífurlega vel, anann eins leik hef ég ekki oft séð, hann nær hlutverkinu alveg og er tilvalinn í það, ég á ekki eftir að ýminda mér Boromir oftar í bókinni öðruvísi en í útliti Sean's.

Sean er að mínu mati einn af bestu leikurum samtímans og ekkert nema hrós skilið fyrir frammistöðu sína.
Mortal men doomed to die!