Shrek 2 Nú munu teiknarar hjá DreamWorks SKG fljótlega setjast niður með blýanta og teikniblokkir og teikna framhald af myndinni Shrek sem ber einfaldlega heitið Shrek 2. Þetta kemur líklegast engum á óvart þar sem Shrek halaði inn tæplega 270 milljónum dollara í tekjur í kvikmyndahúsum í USA. Hún varð þannig önnur tekjuhæsta mynd ársins 2001 og 14. tekjuhæsta mynd allra tíma. Aðeins Harry Potter varð tekjuhærri á síðasta ári. Það verða sömu leikara sem að tala inn á fyrir aðalpersónur myndarinnar en það eru, eins og flestir vita þau Mike Myers sem Shrek, Cameron Diaz sem Princess Fiona, Eddie Murphy sem asninnn og John Lithgow sem Lord Farquaad. Það er Andrew Adamson sem leikstýrir Shrek 2, en hann leikstýrði einnig fyrri myndinni. Handritshöfundar fyrri myndarinnar snúa ekki aftur til að skrifa handritið að framhaldinu heldur eru það þeir David N. Weiss og David Stern sem sjá um þá hlið. En þeir hafa t.d. skrifað Rugrats teiknimyndirnar. Ekki er vitað mikið um söguþráð framhaldsins þar sem handritsgerð er enn á byrjunarstigi. „Endirinn á fyrri myndinni gefur ekki mikla möguleika á framhaldi, en við framleiðslu hennar vorum við ekkert að hugsa um að gera framhald. Það má því segja að við gerðum smá mistök með því að láta Shrek og prinsessuna giftast í lokin. Við hefðum getað notað það í framhaldið“, sagði Andrew Adams þegar hann var spurður út í söguþráð framhaldsins.

Þess má geta að Cameron Diaz fær 10 milljónir dollara í laun fyrir að lesa inná myndinni en það tekur um viku, sem sagt ágætis tímakaup! Aðdáendur fyrri myndarinnar verða þó að bíða frekar lengi eftir Shrek 2 en áætlað er að frumsýna myndina 19. desember 2003 í USA, en þá mun hún líklegast keppa við 3. hluta Hringadrottinssögu um hylli áhorfenda þau jólin. Mun það verða fróðleg bárátta.
kveðja,