Garden State Ætla að skrifa um eina af mínu uppáhaldsmyndum, enda leikstýrð og skrifuð af einum af mínum uppáhalds leikurum, Zach braff.
Myndin kom út árið 2004 og Zach Braff, Natalie Portman og Peter Sarsgaard fara með
aðalhlutverkin.


Garden State fjallar um ráðvilltan, ungan mann að nafni Andrew. Myndin byrjar á því að Andrew, sem er miðlungs leikari að reyna að meika það í L.A. , fer aftur heim í smábæinn sinn til þess að vera viðstaddur jarðarför móður sína. Eftir það fer hann svo að endurrifja kynnin við gamla vini ásamt því að eignast nýja, og fara eftir að hafa lent í vægast sagt skrýtnum aðstæðum fara að vakna með honum ýmsar spurningar um líf sitt og tilveru.

Styrkur sögunnar felst meira í hinum hreint út sagt yndislegu aðalkarakterum en sjálfum söguþræðinum, við fáum smátt og smátt að kynnast hinum áttalausa en viðkunnanlega Andrew sem er óaðfinnanlega leikinn af Braff og sambandi hans við Sam (Portman) á meðan þau leiða okkur blint í gegnum stórskrítinn og broslegan heim þeirra. Myndin tekur á mörgum algengum heimspekilegum spurningum sem við kljáumst eflaust öll við einhverntímann á lífsleiðinni; „Hvert stefni ég?“ „ Hvað er mér ætlað?“ „ Passa ég einhverstaðar inn í?“ en svarar með engum persónulegum sannleika og skilur mann í staðinn eftir hugsandi.


Kímnigáfa Braffs spilar þónokkurt hlutverk í ágæti myndarinnar, en hinar nett skringilegu og gölluðu persónur og grátbroslegu aðstæður sem þær lenda í skilja mann oftar en ekki eftir brosandi, jafnvel hlæjandi á sumum stöðum.


Tónlistin í myndinni er algjört afbragð, enda sérvalin af Braff (eitthvað semef laust margir aðdáendur Scrubs þáttanna hafa lært að meta), og spilar hún oft stóran hlut í lykilatriðum myndarinnar og stuðlar að þessum allsherjar mellow, feel-god tilfinningu sem fylgir rólegum takti myndarinnar.


To sum it up, mjög sterkur leikur og söguþráður ásamt afbragðsleikstjórn stuðla að því að skapa eina helvíti magnaða frumraun Braff sem leikstjóra og í heildina bara mjög góða mynd sem ég mæli með handa öllum kvikmyndaunnendum.